Halldór Guðmundsson (Fagradal)
Halldór Guðmundsson frá Fagradal, smiður, sjómaður, síðar bóndi fæddist 29. nóvember 1955 í Reykjavík og lést 28. ágúst 2014.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðnason trésmiður, sjómaður, f. 30. apríl 1924 á Eyri við Reyðarfjörð, d. 18. janúar 1995 á Húsavík, og kona hans Fjóla Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1929 á Hellissandi, d. 8. júní 1998.
Börn Fjólu og Guðmundar:
1. Kristín Kolbrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði og á Hellu, f. 14. október 1948, d. 10. janúar 2020. Maður hennar Samúel Guðmundsson.
2. Valey Guðmundsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 13. september 1950. Maður hennar Svavar Valdimarsson.
3. Guðmundur Guðmundsson sjómaður, síðar á Húsavík, f. 24. mars 1954. Kona hans Ólína María Steinþórsdóttir.
4. Halldór Guðmundsson sjómaður í Eyjum, bóndi í Suðursveit, trésmiður í Kópavogi, f. 29. nóvember 1955, d. 28. ágúst 2014. Barnsmóðir hans Anna Ísfold Kolbeinsdóttir. Kona hans Inga Lucia Þorsteinsdóttir.
5. Ingi Vigfús Guðmundsson öryrki, dvaldi á Kópavogshæli, síðar í sambýli að Skógarseli í Reykjavík, f. 28. júlí 1957, d. 16. desember 2004. Ókvæntur.
6. Guðni Þorberg Guðmundsson sjómaður, f. 15. maí 1960, d. 17. febrúar 1981 í sjóslysi, er hann tók út af Heimaey VE við Þykkvabæjarfjöru.
7. Guðrún Unnur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1964, d. 25. júní 2023. Maður hennar, skildu, Guðjón Þ. Gíslason.
Halldór var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim á Selfoss og síðan á Arnarbæli í Ölfusi, þá aftur til Reykjavíkur, en þaðan til Eyja 1969 og bjó með þeim í Fagradal.
Halldór eignaðist barn með Önnu Ísfold 1976.
Hann fór á vertíð á Höfn í Hornafirði 1979.
Þau Inga tóku saman, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu að Lækjarhúsum
í Suðursveit og bjuggu þar félagsbúi ásamt systkinum hennar og mágkonu.
Halldór stundaði allmikið smíðar með búskapnum. Hann fór síðan til Reykjavíkur 1998 og stundaði byggingavinnu, en fjölskyldan fylgdi tveim árum síðar, bjó í Kópavogi, og þau stofnuðu eigið byggingafyrirtæki og ráku það.
Halldór lést 2014 í bílslysi.
I. Barnsmóðir Halldórs var Anna Ísfold Kolbeinsdóttir frá Hvoli við Urðaveg verkakona, sjókona, f. 24. janúar 1955, d. 24. júní 2017.
Barn þeirra:
1. Kristín Harpa Halldórsdóttir vinnur á Heilbrigðisstofnuninni, f. 26. júní 1976.
II. Sambúðarkona Halldórs er Inga Lucia Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1956. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson bóndi í Lækjarhúsum, f. 28. júlí 1917, d. 7. júní 1987 og kona hans Þóra Guðleif Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. október 1924.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Steinar Halldórsson, f. 30. apríl 1979.
2. Þórdís Fjóla Halldórsdóttir, f. 23. júní 1984.
3. Vignir Már Halldórsson, f. 27. maí 1990.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 10. september 2014. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.