Marinó Sigursteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Marinó og Marý.

Sigurvin Marinó Sigursteinsson pípulagningameistari, kaupmaður fæddist 7. desember 1952 á Faxastíg 9.
Foreldrar hans voru Sigursteinn Marinósson pípulagningameistari, f. 9. júlí 1027, d. 8. desember 2017, og kona hans Sigfríður Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð við Heimagötu 39 húsfreyja, bókhaldari, afgreiðslukona, f. 11. september 1926, d. 30. júní 2007.

Börn Sigfríðar og Sigursteins:
1. Ingibjörg Birna Sigursteinsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1947. Maður hennar Leifur Gunnarsson.
2. Sigurvin Marinó Sigursteinsson pípulagningameistari, framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar, f. 7. desember 1952. Kona hans Marý Ólöf Kolbeinsdóttir.
3. Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 17. febrúar 1956. Maður hennar Halldór Sveinsson.
4. Ester Sigursteinsdóttir, í Lundi í Svíþjóð, húsfreyja, f. 24. mars 1965. Maður hennar Páll Jóhannes Hallgrímsson.

Marinó var með foreldrum sínum í æsku, var í sveit á sumrin á Brakanda í Hörgárdal hjá frændfólki.
Hann lærði pípulagnir hjá föður sínum og hóf störf við iðn sína 1968, gekk inn í fyrirtæki föður síns, Miðstöðina, og hefur unnið þar, en Miðstöðin rekur einnig verslun.
Marinó vinnur m.a. að gróðursetningu trjáa og merkingu fugla í frítíma sínum. Hann hefur unnið með Náttúrustofu Suðurlands við rannsóknir á lunda, sæsvölu og stormsvölu.
Marinó er í sóknarnefnd og í stjórn hollvinasamtaka Hraunbúða. Hann var valinn Eyjamaður ársins 2005.
Þau Marý giftu sig, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra tæpra fjögurra ára. Þau búa við Fjólugötu 15 síðan 1977.

I. Kona Marinós er Marý Ólöf Kolbeinsdóttir frá Hvoli við Urðaveg 17, húsfreyja, f. 24. nóvember 1955.
Börn þeirra:
1. Bjarni Ólafur Marinósson pípulagningameistari, byggingafræðingur, f. 9. maí 1976. Kona hans Tinna Tómasdóttir.
2. Ingibjörg Marinósdóttir, f. 7. júní 1983, d. 29. maí 1987.
3. Ingibjörg Ósk Marinósdóttir naglafræðingur, f. 29. ágúst 1990. Maður hennar Jóhann Birnir.
4. Sigursteinn Marinósson, vélvirki f. 14. júní 1992. Kona hans Diljá Daðadóttir.
Barn Marýjar og fósturbarn Marinós:
5. Heiða Björk Höskuldsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 1. febrúar 1974. Barnsfaðir hennar Kristmann Einarsson. Barnsfaðir Ramsdal. Barnsfaðir Hannes Ástráður Auðunarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.