Rannveig Einarsdóttir (Götu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Rannveig Snót Einarsdóttir frá Götu, húsfreyja, verkakona fæddist 26. janúar 1934 í Steini og lést 15. nóvember 2007.
Foreldrar hennar voru Einar Runólfsson verkamaður í Götu, f. 14. mars 1892, d. 1. ágúst 1969, og kona hans Sigríður Magnúsína Guðmundsdóttir frá Ey, f. 23. janúar 1906, d. 6. september 1975.

Börn Sigríðar og Einars í Götu voru:
1. Jóhann Ingvi Einarsson, f. 26. febrúar 1925 í Ey, d. 1939. Hann var fóstraður hjá Vilhjálmi Einari Magnússyni frá Presthúsum, ömmubróður sínum, verkamanni í Reykjavík og konu hans Ólöfu Eiríksdóttur.
2. Jónína Einarsdóttir verkakona, f. 13. nóvember 1926 í Pétursborg á Fáskrúðsfirði.
3. Guðbjörg Sigfríð Einarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 23. september 1931 í Nýborg, d. 22. október 2013.
4. Rannveig Snót Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1934 í Steini, d. 15. nóvember 2007.
5. Jóhann Ingi Einarsson pípulagningamaður, bifreiðastjóri, f. 29. febrúar 1940 í Nýborg.

Rannveig var með foreldrum sínum í Steini við Vesturveg við fæðingu, var með þeim í Nýborg 1940 og í Jómsborg í lok ársins. Hún var síðan með þeim í Götu.
Rannveig vann verkakvennastörf, eignaðist Einar Þór með Kolbeini 1953.
Þau Hörður giftu sig 1956 og bjuggu í Götu, síðan á Stóru-Heiði við Sólhlíð 19, eignuðust þrjú börn í Eyjum.
Þau fluttust til Höskuldseyjar á Breiðafirði 1961 og þar var Hörður vitavörður. Húsin brunnu og þau fluttust í Stykkishólm og fljótlega til Akraness. Þar voru þau í eitt ár, eignuðust Kristinn Val þar. Þá fluttust þau aftur í Stykkishólm og síðan til Noregs 1980. Þar bjuggu þau í 14 ár.
Þau Hörður skildu samvistir nokkru eftir heimkomu.
Rannveig fluttist til Húsavíkur 2001 og bjó þar til 2003, en þar bjó Einar Þór sonur hennar.
Til Eyja fluttist hún 2003, bjó að síðustu í Hraunbúðum. Hún lést 2007.

I. Barnsfaðir Rannveigar var Kolbeinn Oddur Sigurjónsson sjómaður á Hvoli, f. 12. september 1932, d. 27. maí 2020.
Barn þeirra:
1. Einar Þór Kolbeinsson rafvirkjameistari, símvirki, tölvutæknir á Húsavík, f. 15. maí 1953 í Götu, (Herjólfsgötu 12, síðar skráð Heiðarvegi 6).

II. Maður Rannveigar, (23. júní 1956), var Hörður Sigurbjörnsson verkamaður, vitavörður, verkstjóri, f. 9. maí 1932 í Stykkishólmi, d. 20. júlí 2013.
Börn þeirra:
2. Soffía Harðardóttir húsfreyja, sjúkraliði, nú í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 8. mars 1955 í Götu.
3. Brynjólfur Gunnar Harðarson verkamaður, f. 12. febrúar 1957 á Heiði.
4. Margrét Ebba Harðardóttir húsfreyja, hóteleigandi og hótelstýra í Vík í Mýrdal, f. 27. október 1960 á Heiði.
5. Kristinn Valur Harðarson kjötiðnaðarmaður, f. 29. maí 1963 á Akranesi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.