Sævar Guðmundsson (húsasmiður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhann Sævar Guðmundsson.

Jóhann Sævar Guðmundsson frá Siglufirði, sjómaður, verslunarmaður, farmaður, húsasmiður fæddist þar 12. júlí 1944 og lést 20. desember 2020 á Selfossi.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kjartan Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 28. mars 1907 á Fjósum í Laxárdal, S-Þing., d. 22. ágúst 1957, og kona hans Valgerður Kristjana Þorsteinsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 25. febrúar 1918 í Vík í Staðarhreppi, Skagafirði, d. 26. maí 1989.

Börn Valgerðar og Guðmundar, í Eyjum:
1. Kjartan Björn Guðmundsson, f. 20. janúar 1941, d. 13. maí 2020.
2. Jóhann Sævar Guðmundsson, f. 12. júlí 1944, d. 20. desember 2020.
3. Þorsteinn Ingi Guðmundsson, f. 26. febrúar 1953.

Sævar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1982 og lauk sveinsprófi í húsasmíðum vorið 1984.
Sævar fór ungur til sjós, var sjómaður á togara 15 ára, var síðar verkamaður í Fiskimjölsverksmiðjunni (Gúanói) í Eyjum.
Þau Þóra Björg giftu sig 1964, eignuðust eitt barn og ættleiddu eitt barn. Þau bjuggu á Faxastíg 39, fluttu að Rauðalæk í Holtum, Rang. 1965. Þar var Sævar verslunarmaður hjá Kaupfélagi Rangæinga til 1979, en var farmaður á Jökulfellinu 1979-1980. Þau Þóra fluttu á Selfoss 1980 og Sævar varð starfsmaður SG-einingahúsa til ársins 2005, en hætti vegna veikinda.
Jóhann Sævar lést 2020.

I. Kona Sævars, (26. desember 1964), er Þóra Björg Ögmundsdóttir frá Litlalandi, húsfreyja, verslunarmaður, f. þar 16. júní 1944.
Börn þeirra:
1. Valgerður Sævarsdóttir húsfreyja, bókasafnsfræðingur á Laugarvatni, f. 14. febrúar 1964. Maður hennar Halldór Páll Halldórsson.
Kjördóttir:
2. Valgerður Helga Valgeirsdóttir félagsráðgjafi, býr nú í Mongólíu, f. 21. mars 1968. Maður hennar Brynjar Hallmannsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.