Þór Ástþórsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þór Ástþórsson.

Þór Ástþórsson frá Sóla við Ásaveg 11, rafvirkjameistari fæddist 3. mars 1932 í Reykjavík og lést 8. júní 2002 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Ástþór Matthíasson lögfræðingur, verksmiðjurekandi, f. 29. nóvember 1899 á Seyðisfirði, d. 7. desember 1970, og kona hans Jóhanna Sigríður Gísladóttir Johnsen húsfreyja, f. 22. nóvember 1904, d. 2. september 1990.

Börn Sigríðar og Ástþórs:
1. Gísli Johnsen Ástþórsson blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, teiknari, f. 5. apríl 1923 í Reykjavík, d. 25. ágúst 2012. Kona hans Guðný Sigurgísladóttir, látin.
2. Sigríður Erna Ástþórsdóttir, f. 18. september 1924 í Reykjavík, d. 11. nóvember 1979. Maður hennar Jón Ragnar Stefánsson, látinn.
3. Matthías Ástþórsson myndlistarmaður, f. 10. júní 1926, d. 20. apríl 1988. Kona hans Musse W. Ástþórsson.
4. Þór Ástþórsson rafvirkjameistari, f. 3. mars 1932, d. 8. júní 2002. Kona hans Marlaug Einarsdóttir.
5. Ásgeir Ástþórsson, f. 11. mars 1937 á Sóla, d. 23. október 1937.
6. Ásdís Munda Ástþórsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. desember 1941 á Sóla. Maður hennar Sigfús Helgi Scheving Karlsson.

Þór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1949, lærði rafvirkjun var meistari í þeirri grein.
Þór vann í Neista í Eyjum, hjá Rafmagnseftirliti Ríkisins, var verkstjóri í Álverinu í Straumsvík frá 1967 til starfsloka 1995.
Þór var mikill hugvits- og hagleiksmaður og eftir hann liggja margir fallegir smíðagripir eins og skartgripir og nytjahlutir.
Þau Marlaug giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Gimli við Kirkjuveg 17 og við Brimhólabraut, fluttu til Reykjavíkur 1958 og í Hafnarfjörð 1969.
Þór lést 2002 og Marlaug 2006.

I. Barnsmóðir Þórs var Valey Jónasdóttir, f. 21. nóvember 1931, d. 28. júlí 2019.
Barn þeirra:
1. Arnþór Þórsson, f. 16. maí 1951. Fyrrum kona hans Soffía Káradóttir. Barnsmóðir hans Bergþóra Guðmundsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Rut Marrow Theodórsdóttir. Sambúðarkona hans er Brynja Baldursdóttir.

II. Kona Þórs, (24. júlí 1954), var Marlaug Einarsdóttir frá Breiðabliki, húsfreyja, saumakona, kaupmaður, frumkvöðull, f. 18. júlí 1933 á Reynifelli, d. 17. desember 2006.
Börn þeirra:
2. Sigríður Þórsdóttir, f. 25. janúar 1955. Maður hennar Björgvin J. Jóhannsson.
3. Rósa Guðný Jóhannsdóttir, f. 30. september 1958. Barnsfaðir hennar Jón Ólafsson. Sambúðarmaður Örn Viðar Erlendsson.
4. Vignir Þórsson, f. 20. maí 1967, d. 10. júlí 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.