Ragnar Stefánsson (forstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ragnar Stefánsson, frá Dalvík, fulltrúi, forstjóri fæddist 19. febrúar 1918 og lést 16. júní 1985.
Foreldrar hans voru Stefán Jónsson, f. 9. október 1884, d. 8. mars 1959, og Eiðvör Jónína Tímóteusdóttir, f. 31. desember 1889, d. 20. júlí 1921.

Þau Sigríður giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Heimagötu 5 og við Kirkjuveg 26.

I. Kona Ragnars var Sigríður Erna Ástþórsdóttir (Sirrý), húsfreyja, f. 18. september 1924, d. 11. nóvember 1979.
Börn þeirra:
1. Ásdís Guðný Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 1. febrúar 1945 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Valdimar Jónsson.
2. Ástþór Ragnarsson húsasmíðameistari, iðnhönnuður, listnámskennari, f. 4. maí 1946 í Eyjum. Kona hans Elísabet Harpa Steinarsdóttir.
3. Anna Eyvör Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1948 í Eyjum. Maður hennar Eyþór Ólafsson.
4. Stefán Ragnarsson stýrimaður, f. 1. apríl 1953 í Reykjavík, d. 6. febrúar 2013. Fyrrum kona hans Esther H. Guðmundsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Elín Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.