Sigríður Ástþórsdóttir (Sóla)
Sigríður Erna Ástþórsdóttir (Sirrý) frá Sóla, húsfreyja fæddist 18. september 1924 í Reykjavík og lést 11. nóvember 1979.
Foreldrar hennar voru Ástþór Matthíasson lögfræðingur, verksmiðjurekandi, forstjóri, f. 29. nóvember 1899 á Seyðisfirði, d. 7. desember 1970, og kona hans Jóhanna Sigríður Gísladóttir Johnsen Matthíasson (Sísí) húsfreyja, f. 22. nóvember 1904, d. 2. september 1990.
Börn Sigríðar og Ástþórs:
1. Gísli Johnsen Ástþórsson blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, teiknari, kennari, f. 5. apríl 1923 í Reykjavík, d. 25. ágúst 2012. Kona hans Guðný Sigurgísladóttir, látin.
2. Sigríður Erna Ástþórsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1924 í Reykjavík, d. 11. nóvember 1979. Maður hennar Jón Ragnar Stefánsson, látinn.
3. Matthías Ástþórsson myndlistarmaður, f. 10. júní 1926, d. 20. apríl 1988. Fyrrum kona hans Musse W. Ástþórsson.
4. Þór Ástþórsson rafvirkjameistari, f. 3. mars 1932, d. 8. júní 2002. Kona hans Marlaug Einarsdóttir.
5. Ásgeir Ástþórsson, f. 11. mars 1937 á Sóla, d. 23. október 1937.
6. Ásdís Munda Ástþórsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. desember 1941 á Sóla. Maður hennar Sigfús Helgi Scheving Karlsson.
Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Ragnar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Heimagötu 15 og Kirkjuvegi 26. Þau fluttu til Reykjavíkur 1948, bjuggu síðast á Fjólugötu 21 þar.
Sigríður lést 1979 og Ragnar 1985.
I. Maður Sigríðar var Jón Ragnar Stefánsson frá Dalvík, forstjóri, fulltrúi, f. 19. febrúar 1918, d. 16. júní 1985.
Börn þeirra:
1. Ásdís Guðný Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 1. febrúar 1945 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Valdimar Jónsson.
2. Ástþór Ragnarsson húsasmíðameistari, iðnhönnuður, listnámskennari, f. 4. maí 1946 í Eyjum. Kona hans Elísabet Harpa Steinarsdóttir.
3. Anna Eyvör Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1948 í Eyjum. Maður hennar Eyþór Ólafsson.
4. Stefán Ragnarsson stýrimaður, f. 1. apríl 1953 í Reykjavík, d. 6. febrúar 2013. Fyrrum kona hans Esther H. Guðmundsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Elín Bjarnadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.