Helgi Scheving Karlsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigfús Helgi Scheving Karlsson frá Víðidal, markaðsfræðingur fæddist 30. apríl 1940 á Þrúðvangi við Skólaveg 22.
Foreldrar hans voru Karl Óskar Jón Björnsson bakarameistari, f. 2. október 1899 í Reykjavík, d. 31. janúar 1954, og kona hans Guðrún S. Scheving frá Heiðarhvammi, húafreyja, f. 14. september 1915, d. 11. nóvember 1998.

I. Barn Karls og Matthildar Ólafsdóttur:
1. Gústaf Ólafur Teitur Karlsson múrarameistari á Akranesi, f. 18. september 1917 í Reykjavík, d. 29. ágúst 1964 á Akranesi.
II. Barn Karls og Elínar Jónsdóttur:
2. Ragnar Guðjón Karlsson sjómaður í Reykjavík, f. 2. janúar 1920 á Stóra-Hofi, Rang., 8. febrúar 1959. Barnsmóðir hans Sigríður Þóra Konráðsdóttir.
III. Barn Karls og Ástu Lilju Guðmundsdóttur:
3. Karl Róbert Karlsson í Reykjavík, f. 16. september 1923 í Reykjavík, d. 16. júlí 1984. Kona hans Karen Munch.
IV. Barn Karls og Kristínar Guðmundsdóttur:
4. Soffía Kristín Karlsdóttir leikkona, söngkona í Keflavík, f. 26. ágúst 1928, d. 6. september 2020. Barnsfaðir hennar Jón Haraldsson. Maður hennar Jón Halldór Jónsson.

V. Börn Karls og konu hans Guðrúnar S. Schevings:
5. Sigfús Helgi Scheving Karlsson markaðsfræðingur í Hafnarfirði, f. 30. apríl 1940. Kona hans Ásdís Munda Ástþórsdóttir húsfreyja, verslunarkona, f. 20. desember 1941.
6. Björn Ívar Karlsson læknir, skurðlæknir, f. 24. apríl 1943, d. 29. júlí 2010. Fyrri kona hans Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir húsfreyja, látin. Síðari kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur.
7. Stúlka, f. 15. maí 1946, d. 15. maí 1946.
8. Sigurður Örn Karlsson vélaverkfræðingur, f. 10. ágúst 1947. Kona hans Margrét Vigdís Eiríksdóttir húsfreyja.
9. Hrafn Karlsson vélvirkjameistari í Reykjavík, f. 29. maí 1950. Kona hans Anna María Baldvinsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, látin.
10. Sesselja Karítas Scheving Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 10. september 1954. Maður hennar Stefán Brandur Ragnarsson Stefánsson rekstrar- og kerfisfræðingur, látinn.

Helgi var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést er Helgi var 14 ára. Hann ólst upp með móður sinni og Sigfúsi móðurföður sínum í Heiðarhvammi.
Hann varð gagnfræðingur á Laugarvatni, lauk landsprófi utanskóla í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1957, flutti til Reykjaavíkur 1958, sótti námskeið í bókhaldi í Reykjavík. Helgi lauk MBA-námi í alþjóða markaðsfræði í Bretlandi.
Þau Ásdís ráku fataframleiðslu í fyrirtækinu Ylur um skeið. Hann vann hjá Torfa Bryngeirssyni í Reykjavík, síðan skrifstofustörf hjá heildverslun Herlufs Clausen í Reykjavík í 10 ár til starfsloka 70 ára.
Þau Ásdís giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík, Hafnarfirði og búa nú í Kópavogi.

I. Kona Helga, (6. maí 1960), er Ásdís Munda Ástþórsdóttir frá Sóla við Ásaveg 11, húsfreyja, verslunarkona, f. 20. desember 1941.
Börn þeirra:
1. Hlynur Helgason myndlistamaður, listfræðingur, dósent, f. 15. október 1961. Fyrrum kona hans Hervör Alma Árnadóttir. Kona hans Sigríður D. Þorvaldsdóttir.
2. Linda Björk Helgadóttir læknir í Ósló, f. 25. maí 1964. Fyrrum maður hennar Gissur Pálsson. Maður hennar Tom Kléven.
3. Ástþór Helgason gullsmiður, f. 1. febrúar 1975. Kona hans Bryndís Hjálmarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.