Matthías Ástþórsson (Sóla)

From Heimaslóð
(Redirected from Matthías Ástþórsson)
Jump to navigation Jump to search

Matthías Ástþórsson frá Sóla, myndlistarmaður fæddist 10. júní 1926 á Breiðabliki við Kirkjuveg 45, nú Breiðabliksvegur 5 og lést 20. apríl 1988.
Foreldrar hans voru Ástþór Matthíasson lögfræðingur, verksmiðjurekandi, forstjóri, f. 29. nóvember 1899 á Seyðisfirði, d. 7. desember 1970, og kona hans Jóhanna Sigríður Gísladóttir Johnsen Matthíasson (Sísí) húsfreyja, f. 22. nóvember 1904, d. 2. september 1990.

Börn Sigríðar og Ástþórs:
1. Gísli Johnsen Ástþórsson blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, teiknari, kennari, f. 5. apríl 1923 í Reykjavík, d. 25. ágúst 2012. Kona hans Guðný Sigurgísladóttir, látin.
2. Sigríður Erna Ástþórsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1924 í Reykjavík, d. 11. nóvember 1979. Maður hennar Jón Ragnar Stefánsson, látinn.
3. Matthías Ástþórsson myndlistarmaður, f. 10. júní 1926, d. 20. apríl 1988. Kona hans Musse W. Ástþórsson.
4. Þór Ástþórsson rafvirkjameistari, f. 3. mars 1932, d. 8. júní 2002. Kona hans Marlaug Einarsdóttir.
5. Ásgeir Ástþórsson, f. 11. mars 1937 á Sóla, d. 23. október 1937.
6. Ásdís Munda Ástþórsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. desember 1941 á Sóla. Maður hennar Sigfús Helgi Scheving Karlsson.

Mattjhías var með foreldrum sínum í æsku.
Hann sat 3 vetur í Gagnfræðaskólanum.
Hann fór til náms í málaralist við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1945 og og var þar í nokkur ár.
Hann vann við auglýsingateikningar.
Þau Musse giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Sóla 1949, byggðu hús við Helgafellsbraut 21, bjuggu þar, en skildu.
Matthías lést á Grundarfirði 1988.

I. Kona Matthíasar, skildu, er Musse Wandel, f. 31. janúar 1927.
Börn þeirra:
1. Ástþór Matthíasson yngri, f. 27. október 1948 í Danmörku.
2. Örlygur Matthíasson, f. 31. desember 1955 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.