Birna Guðný Björnsdóttir (Kirkjulandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Birna Guðný Björnsdóttir.

Birna Guðný Björnsdóttir frá Kirkjulandi, húsfreyja fæddist þar 9. maí 1922 og lést 5. mars 2002.
Foreldrar hennar voru Björn Finnbogason skipstjóri, útgerðarmaður á Kirkjulandi, f. 7. desember 1885 á Seyðisfirði, d. 4. apríl 1964, og kona hans Lára Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1886 á Kirkjubæ, d. 13. janúar 1984.

Börn Láru og Björns voru:
1. Ólafur Rósant Björnsson húsgagnasmíðameistari, f. 5. nóvember 1910, d. 1. nóvember 1969.
2. Steingrímur Örn Björnsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 1. febrúar 1913, d. 17. september 1983.
3. Þórunn Alda Björnsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1915, d. 9. desember 2012.
4. Ágúst Kristján Björnsson birgðastjóri, f. 4. nóvember 1916, d. 27. ágúst 1979.
5. Hlöðver Björnsson, f. 30. mars 1919, d.s.á.
6. Birna Guðný Björnsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1922, d. 5. mars 2002.

Birna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann í Netagerðinni og versluninni Bjarma, söng í Vestmannakórnum og Kirkjukórnum. Einnig var hún virkur félagi í leikfélaginu á Húsavík, lék m.a. Ástu í Skuggasveini.
Þau Vernharður giftu sig í kirkjunni á Grenjaðarstað 1943, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Húsavík 1944-1967, en síðan á Seltjarnarnesi, síðast á Skólabraut 5 þar.
Birna var blind mörg síðustu ár sín.
Vernharður lést 2001 og Birna Guðný 2002.

I. Maður Birnu Guðnýjar, (13. ágúst 1943), var Vernharður Bjarnason framkvæmdastjóri, f. 16. júní 1917, d. 1. mars 2001.
Börn þeirra:
1. Lárus Bergur Vernharðsson starfsmaður slökkviliðsins á Keflavíkurvelli, f. 4. janúar 1944, d. 31. maí 2006. Kona hans Margrét Birna Sigurðardóttir.
2. Soffía Vernharðsdóttir skrifstofumaður, gjaldkeri í Reykjavík, f. 23. júlí 1946, d. 7. september 2016.
3. Bjarni Jóhann Vernharðsson, f. 3. maí 1949, d. 27. febrúar 2021.
4. Björn Óskar Vernharðsson sálfræðingur, f. 3. ágúst 1954. Kona hans Torfhildur Stefánsdóttir.
5. Alda Ólöf Vernharðsdóttir í Reykjavík, f. 9. júlí 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.