Lára Kristín Guðjónsdóttir (Kirkjulandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Björn Finnbogason og Lára á Kirkjulandi.

Lára Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja á Kirkjulandi fæddist 4. júlí 1886 og lést 13. janúar 1984.
Faðir hennar var Guðjón bóndi, smiður og útvegsbóndi á Kirkjubóli, f 2. maí 1862 í Eyjum, d. 4. maí 1940, Björnsson bónda á Kirkjubæ Einarssonar, og konu Björns Guðríðar Hallvarðsdóttur.
Móðir Láru og kona Guðjóns á Kirkjubóli var Ólöf, fædd 19. desember 1862 í Pétursey í Mýrdal, d. 16. nóvember 1944, Lárusdóttir hreppstjóra á Búastöðum Jónssonar og konu hans Kristínar Gísladóttur.
Maður Láru á Kirkjulandi (1910) var Björn Þórarinn útgerðarmaður og skipstjóri á Kirkjulandi, f. 6. nóvember 1885 á Seyðisfirði, d. 4. apríl 1964, Finnbogason í Norðurgarði Björnssonar Einarssonar.
Þeir voru albræður, Guðjón á Kirkjubæ og Finnbogi á Kirkjulandi og þau hjón Lára og Björn því bræðrabörn.
Lára ól sex börn þeirra Björns:
Þau voru:
1. Ólafur Rósant húsgagnasmíðameistari, f. 5. nóvember 1910, d. 1. nóvember 1969.
2. Steingrímur Örn skipstjóri, f. 1. febrúar 1913, d. 17. september 1983.
3. Þórunn Alda húsfreyja, f. 20. apríl 1915, d. 9. desember 2012.
4. Ágúst Kristján birgðastjóri, f. 4. nóvember 1916, d. 27. ágúst 1979.
5. Hlöðver, f. 30. mars 1919, d. 8. apríl 1919.
6. Birna Guðný húsfreyja, f. 9. maí 1922, d. 5. mars 2002.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.