Sigurður Jónsson (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2015 kl. 20:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2015 kl. 20:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Jónsson bóndi og sjómaður í Draumbæ, Túni og Stóra-Gerði fæddist 14. mars 1825 í Gularáshjáleigu í A-Landeyjum og drukknaði í mars 1863. Faðir hans var Jón bóndi þá í Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, f. í Stóru-Hildisey, skírður 23. maí 1798, d. 24. september 1876 þar, Sigurðsson bónda á Voðmúastöðum þar, f. 1770 í Stóru-Hildisey, d. 16. ágúst 1829 í Gularáshjáleigu, Árnasonar bónda í Stóru-Hildisey, f. 1725, d. 13. apríl 1785, Jónssonar, og konu Árna, Hólmfríðar húsfreyju, f. 1729, d. 27. mars 1802, Sigmundsdóttur.
Móðir Jóns í Gularáshjáleigu og kona Sigurðar á Voðmúlastöðum var Margrét húsfreyja, f. 1759 í Skipagerði í V-Landeyjum, d. 7. apríl 1842, Jónsdóttir.

Móðir Sigurðar og fyrri kona Jóns í Gularáshjáleigu var Þorbjörg húsfreyja, f. 8. mars 1789 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 27. júní 1837 á Efri-Úlfsstöðum, Guðmundsdóttir bónda á Bryggjum og víðar í A-Landeyjum, en síðast á Kirkjubæ í Eyjum, f. 1765, d. 3. febrúar 1820, Ólafssonar bónda í Hallgeirsey, f. 1727, Ólafssonar, og konu Ólafs í Hallgeirsey, Ingunnar húsfreyju, f. 1733, Gunnarsdóttur.
Móðir Þorbjargar og fyrri kona Guðmundar á Kanastöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 1763 í Eyjum, d. 19. maí 1810, Jónsdóttir.

Bróðir Sigurðar var Þorsteinn Jónsson sjómaður í Kastala, f. 27. júlí 1833, d. í mars 1863 með Sigurði og Sigurði syni hans.
Móðursystkini Sigurðar Jónssonar, sem bjuggu í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinshúsi, f. 1786, d. 16. febrúar 1829.
2. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 1787, d. 14. nóvember 1848.
3. Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841.
4. Ólafur Guðmundsson bóndi og smiður á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1798, d. 14. júlí 1869.
5. Hálfbróðir þeirra, samfeðra, var Jón Guðmundsson, f. 11. október 1794, d. 23. október 1794. Móðir hans var Málfríður Jónsdóttir, þá vinnukona í Kornhól, f. 1773.

Þau Járngerður fluttust til Eyja 1851, bændur að Draumbæ. Þau voru bóndahjón í Túni 1855 og í Stóra-Gerði 1860.
Sigurður fórst með þilskipinu Hansínu 1863. Það lagði upp í veiðiför 20. mars 1863 og hvarf. Sonur hans Sigurður 11 ára fórst þar svo og Þorsteinn bróðir hans.
Þeir, sem fórust með Hansínu, voru:
1. Sæmundur Ólafsson skipstjóri, f. 24. desember 1831.
2. Þorsteinn Jónsson í Kastala, f. 27. júlí 1833.
3. Sigurður Jónsson í Stóra-Gerði, f. 14. mars 1825, bróðir Þorsteins í Kastala.
4. Sigurður Sigurðsson, f. 17. mars 1852, 11 ára, sonur Sigurðar í Stóra-Gerði.
5. Magnús Diðriksson í Görðum við Kirkjubæ, f. 1. apríl 1837.
6. Jón Þórðarson frá Löndum, f. 1833.
7. Hreinn Jónsson í Brandshúsi, f. 28. nóvember 1821.

Kona Sigurðar, (20. nóvember 1851), var Járngerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876. Sigurður var fyrri maður hennar. Síðari maður, sambýlismaður hennar, var Guðni Guðmundsson bóndi og bátsformaður á Skækli, nú Guðnastaðir, f. 15. febrúar 1844, d. 4. júlí 1918.
Börn Sigurðar og Járngerðar:
1. Sigurður Sigurðsson, f. 17. mars 1852, fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863, 11 ára, með föður sínum og föðurbróður.
2. Guðrún Sigurðardóttir vinnukona á Brekkum í Hvolhreppi, f. 3. júní 1854, d. 29. maí 1943. Hún var blind frá fæðingu, ógift.
3. Jón Sigurðsson bóndi á Tjörnum u. Eyjafjöllum, f. 24. mars 1857, d. 5. apríl 1932.
4. Margrét Sigurðardóttir vinnukona í Hemlu í V-Landeyjum, f. 9. september 1860, d. 21. desember 1952, ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.