Garðar við Kirkjubæ

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Garðar við Kirkjubæ var býli, sem stóð suðaustan túngarða Kirkjubæjarjarðanna.
Kunnustu íbúar þar voru Gísli Andrésson og þriðja kona hans Þórelfur Kortsdóttir.
Þar ólst upp og bjó um skeið Þorgerður dóttir þeirra, fyrri kona Sigurðar Sigurfinnssonar hreppstjóra, en þau voru foreldrar Högna Sigurðssonar kennara og bónda í Vatnsdal.
Margrét Gísladóttir dóttir Gísla Andréssonar af fyrsta hjónabandi hans og Samúel Bjarnason, mormónahjón, bjuggu þar einnig, áður en þau sigldu til Vesturheims.


Heimildir