Guðmundur Ólafsson (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Ólafsson skipasmiður og formaður við Landeyjasand og bóndi á Bryggjum, Bakkahjáleigu og Skíðbakka í A-Landeyjum, en að síðustu á Kirkjubæ, fæddist 1765 og lést 3. febrúar 1820 á Kirkjubæ.
Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson bóndi í Hallgeirsey, f. 1727 og kona hans Ingunn Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 1733, d. 29. september 1809.

Guðmundur og Ingibjörg bjuggu á Krossi í A-Landeyjum 1790-1792, Bryggjum 1792 og enn 1803 og í Bakkahjáleigu 1805-1810.
Ingibjörg lést 1810.
Guðmundur og Ingveldur giftust 1810. Þau bjuggu á Skíðbakka 1812-1816, en fluttust til Eyja 1816 og bjuggu þar til dd. Guðmundar. Hann lést 1820, en Ingveldur lést 1821 á Gjábakka.

Guðmundur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (30. ágúst 1786), var Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja. ættuð úr Eyjum, f. 1763, d. 19. maí 1810.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinshúsi, f. 1786, d. 16. febrúar 1829, gift Steini Guðmundssyni tómthúsmanni.
2. Margrét Guðmundsdóttir eldri, húsfreyja í Dölum, f. 1787, d. 14. nóvember 1848, gift fyrr Jóni Helgasyni, síðar Einari Jónssyni eldri.
3. Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Efri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum.
4. Ingunn Guðmundsdóttir, f. 3. júní 1790.
5. Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841, gift Ólafi Björnssyni vinnumanni.
6. Einar Guðmundsson, f. 18. febrúar 1791.
7. Helga Guðmundsdóttir húsfreyja í Stórholti á Rangárvöllum.
8. Emerentíana Guðmundsdóttir, f. 21. janúar 1797.
9. Ólafur Guðmundsson bóndi og smiður á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1798, d. 14. júlí 1869, kvæntur fyrr Helgu Ólafsdóttur húsfreyju, síðar Guðrúnu Pálsdóttur.
10. Emerentíana Guðmundsdóttir húsfreyja í Gularási í A-Landeyjum og víðar, f. 30. janúar 1799, d. 30. maí 1866. Hún var vinnukona í Kornhól í Eyjum 1822.

II. Síðari kona Guðmundar var Ingveldur Gísladóttir húsfreyja á Skíðbakka, en síðar á Kirkjubæ í Eyjum, f. 1. apríl 1791, d. 12. apríl 1821.
Börn þeirra:
11. Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Norður-Fossi í Mýrdal, f. 25. október 1812, d. 10. febrúar 1886.
12. Guðmundur Guðmundsson vinnumaður í Dölum, f. 19. júlí 1814, d. 29. júlí 1842.
13. Ingunn Guðmundsdóttir, f. 24. september 1816. Mun hafa dáið ung; (skýrslur skortir).

III. Barnsmóðir Guðmundar var Málfríður Jónsdóttir, þá vinnukona á Kornhólskansi í Eyjum, f. 1773, d. um 1815.
Barn þeirra var
14. Jón Guðmundsson, f. 11. október 1794, d. 23. október 1794 úr ginklofa.

IV. Barnsmóðir Guðmundar var Auðbjörg Einarsdóttir, síðar húsfreyja á Kanastöðum í A-Landeyjum, skírð 27. júní 1780, d. 25. ágúst 1828.
Barnið var
15. Sigurður Guðmundsson, f. 17. september 1802, d. ungur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.