Magnús Diðriksson (Görðum við Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Diðriksson vinnumaður, sjómaður í Görðum við Kirkjubæ, fæddist 1. apríl 1837 og fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863.
Faðir hans var Diðrik bóndi í Hólmi í A-Landeyjum, f. 16. september 1794 á Önundarstöðum þar, d. 11. júlí 1841 í Hólmi, Jónsson bónda í Gularáshjáleigu þar, f. 1765 á Önundarstöðum, d. 21. október 1827, Diðrikssonar bónda á Önundarstöðum, f. 1729, d. 7. nóvember 1802 á Önundarstöðum, Bjarnasonar, og konu Diðriks, Margrétar húsfreyju, f. 1731 í Kúfhóli þar, d. 2. nóvember 1820 í Fagurhóli þar, Einarsdóttur.
Móðir Diðriks og kona Jóns Diðrikssonar var Ingibjörg húsfreyja, f. 1767, d. 31. júlí 1816 í Gularáshjáleigu, Magnúsdóttir bónda í Haukadal á Rangárvöllum, f. 1725, d. 12. maí 1804, Jónssonar, og konu Magnúsar, Helgu húsfreyju, f. 1725, d. 22. ágúst 1785, Erlendsdóttur.

Móðir Magnúsar Diðrikssonar og kona Diðriks var Sigríður Árnadóttir húsfreyja, síðast í Stakkagerði, f. 25. ágúst 1798 í Syðri-Hól u. Eyjafjöllum, d. 17. desember 1892.
Foreldrar hennar voru Árni Hafliðason bóndi í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu, f. 1756 á Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 22. október 1829 í Voðmúlastaðahjáleigu, og kona hans Ingveldur Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1765 á Sólheimum í Mýrdal, d. 10. júní 1817.

Systkini Magnúsar Diðrikssonar í Eyjum voru:
1. Sigurður Diðriksson vinnumaður á Kirkjubæ 1843, f. 10. apríl 1826.
2. Þórður Diðriksson mormóni, var síðar brikkleggjari í Spanish Fork í Utah, f. 25. mars 1828, d. 9. september 1894.
3. Árni Diðriksson bóndi í Stakkagerði, f. 18. júlí 1830, d. 28. júní 1903.
4. Guðmundur Diðriksson fósturbarn á Vesturhúsum, f. 23. febrúar 1834, d. 25. maí 1848.
5. Guðlaugur Diðriksson vinnumaður á Miðhúsum, f. 25. júní 1838, d. 14. febrúar 1860.
6. Hálfbróðir Magnúsar Diðrikssonar, sonur Sigríðar með síðari manni sínum, var Guðmundur Einarsson tómthúsmaður í Sjólyst, f. 31. október 1848, d. 23. ágúst 1882, kvæntur Auðbjörgu Bjarnadóttur.
Þau fóru áleiðis til Utah 1882 frá Sjólyst, ásamt fimm börnum sínum.

Magnús var með foreldrum sínum á Hólmi 1840 og 1845, var vinnumaður í Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum 1855.
Hann fluttist frá Steinmóðarbæ að Stakkagerði 1857, var þar vinnumaður til 1862, en vinnumaður í Görðum við Kirkjubæ síðar á árinu. Þar var Þorgerður Gísladóttir 22 ára með ekkjunni móður sinni.
Magnús gerði Þorgerði barn 1862. Það fæddist í janúar 1863, en Magnús faðir þess fórst í mars 1863 með þilskipinu Hansínu.
Þeir, sem fórust með Hansínu, voru:
1. Sæmundur Ólafsson skipstjóri, f. 24. desember 1831.
2. Þorsteinn Jónsson í Kastala, f. 27. júlí 1833.
3. Sigurður Jónsson í Stóra-Gerði, f. 14. mars 1825, bróðir Þorsteins í Kastala.
4. Sigurður Sigurðsson, f. 17. mars 1852, 11 ára, sonur Sigurðar í Stóra-Gerði.
5. Magnús Diðriksson í Görðum við Kirkjubæ, f. 1. apríl 1837.
6. Jón Þórðarson frá Löndum, f. 1833.
7. Hreinn Jónsson í Brandshúsi, f. 28. nóvember 1821.

I. Barnsmóðir Magnúsar var Þorgerður Gísladóttir, síðar húsfreyja í Boston, Dalbæ og Skel, f. 16. ágúst 1840, d. 8. ágúst 1919.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Magnússon, f. 18. janúar 1863, fór til Utah 1890, d. 17. nóvember 1897.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.