Ingibjörg Birna Sigursteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. desember 2023 kl. 14:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. desember 2023 kl. 14:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingibjörg Birna Sigursteinsdóttir''' húsfreyja fæddist 21. september 1947.<br> Foreldrar hennar voru Sigursteinn Marinósson pípulagningameistari, f. 9. júlí 1927, d. 8. desember 2017, og kona hans Sigfríður Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð við Heimagötu 39 húsfreyja, bókhaldari, afgreiðslukona, f. 11. september 1926, d. 30. júní 2007. Börn Sigfríðar og Sigursteins:<br> 1....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Birna Sigursteinsdóttir húsfreyja fæddist 21. september 1947.
Foreldrar hennar voru Sigursteinn Marinósson pípulagningameistari, f. 9. júlí 1927, d. 8. desember 2017, og kona hans Sigfríður Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð við Heimagötu 39 húsfreyja, bókhaldari, afgreiðslukona, f. 11. september 1926, d. 30. júní 2007.

Börn Sigfríðar og Sigursteins:
1. Ingibjörg Birna Sigursteinsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1947. Maður hennar Leifur Gunnarsson.
2. Sigurvin Marinó Sigursteinsson pípulagningameistari, framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar, f. 7. desember 1952. Kona hans Marý Ólöf Kolbeinsdóttir.
3. Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 17. febrúar 1956. Maður hennar Halldór Sveinsson.
4. Ester Sigursteinsdóttir, í Lundi í Svíþjóð, húsfreyja, f. 24. mars 1965. Maður hennar Páll Hallgrímsson.

Ingibjörg Birna var með foreldrum sínum í æsku, í Steinum við Urðavegi 8 í nokkur ár, en síðan á Faxastíg 9.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1964, var síðan skiptinemi í Ohio í Bandaríkjunum 1964-1965.
Ingibjörg Birna varð skrifstofumaður í Fiskimjölsverksmiðjunni (Gúanó), sem síðan varð eign Vinnslustöðvarinnar. Þar vann hún í 7 ár. Þá vann hún á skrifstofu Dala Rafns til 2009.
Þau Leifur giftu sig 1968, eignuðust tvíbura. Þau byggðu húsið við Austurhlíð 1, flutti inn á Þorláksmessu 1972 og urðu að yfirgefa húsið við Gosið í janúar 1973. Þau búa síðan við Illugagötu 48.

I. Maður Ingibjargar Birnu, (6. apríl 1968), er Leifur Gunnarsson fyrrum stýrimaður, rannsóknamaður hjá Hafrannsóknastofnuninni og skipaskoðunarmaður, f. 16. febrúar 1947 í Skálholti við Urðaveg 43.
I. Börn þeirra:
1. Gunnar Guðni Leifsson tannlæknir í Kópavogi, f. 26. desember 1967. Kona hans Ásta Kristjánsdóttir Ólafssonar.
2. Sigursteinn Bjarni Leifsson útibússtjóri Íslandsbanka í Eyjum, f. 26. desember 1967. Kona hans Helga Björk Valgerðar Björnsdóttir Ásbjörnssonar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.