Sigfríður Björnsdóttir (Bólstaðarhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigfríður Björnsdóttir.

Sigfríður Björnsdóttir (Fríða) frá Bólstaðarhlíð, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 11. september 1926 og lést 30. júní 2007.
Foreldrar hennar voru Björn Bjarnason frá Hlaðbæ, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 3. mars 1893 á Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 25. september 1947, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir frá Dalseli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 12. apríl 1895, d. 22. júní 1976.

Börn Ingibjargar og Björns:
1. Halldóra Kristín Björnsdóttir, f. 3. apríl 1922, d. 13. október 2021.
2. Sigríður Björnsdóttir, f. 8. apríl 1923, d. 30. júlí 2019.
3. Jón Björnsson, f. 17. júní 1924, d. 4. september 2012.
4. Kristín Björnsdóttir, f. 22. maí 1925.
5. Sigfríður Björnsdóttir, f. 11. sept. 1926. d. 30 júní 2007.
6. Perla Björnsdóttir, f. 11. ágúst 1928.
7. Soffía Björnsdóttir, f. 13. ágúst 1933.
8. Bjarni Ólafur Björnsson, f. 9. maí 1935. d. 4. júní 1959, hrapaði í Bjarnarey í Vestmannaeyjum.

Sigfríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Húsmæðraskólann á Hallormsstað 1944-1945, sat síðar tölvunámskeið í Framhaldsskólanum.
Sigfríður rak fyrirtækið Miðstöðina með Sigursteini og sá um bókhaldið og afgreiddi í versluninni.
Þau Sigursteinn giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Steinum við Urðavegi 8 í nokkur ár, en síðan á Faxastíg 9.
Sigfríður lést 2007 og Sigursteinn 2017.

I. Maður Sigfríðar, (25. desember 1947), var Sigursteinn Marinósson pípulagningameistari, f. 9. júlí 1927, d. 8. desember 2017.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Birna Sigursteinsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1947. Maður hennar Leifur Gunnarsson.
2. Sigurvin Marinó Sigursteinsson (Mari pípari), pípulagningameistari, framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar, f. 7. desember 1952. Kona hans Marý Ólöf Kolbeinsdóttir.
3. Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1956. Maður hennar Halldór Sveinsson.
4. Ester Sigursteinsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1965. Maður hennar Páll Jóhannes Hallgrímsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.