Jónína Jóhannsdóttir (Garðsauka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. janúar 2023 kl. 14:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. janúar 2023 kl. 14:35 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja í Garðsauka fæddist 30. október 1886 í Vorsabæ í Landeyjum og lést 6. september 1976.
Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson bóndi í Vorsabæ í A-Landeyjum, f. 24. október 1843 í Neðri-Dal u. V-Eyjafjöllum, d. 11. nóvember 1911 í Vorsabæ, og kona hans Sigríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1848 í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (Bólstað) í A-Landeyjum, d. 10. nóvember 1922 í Eyjum.

Systkini Jónínu í Eyjum voru:
1. Gróa Jóhannsdóttir húsfreyja á Herjólfsgötu 5, f. 23. febrúar 1873, d. 5. júlí 1963.
2. Einar Jóhannsson verkamaður í Skála (Litla-Hlaðbæ), f. 24. júní 1875, d. 28. desember 1930,
Dóttir Einars var
a) Guðrún Einarsdóttir húsfreyja í Skála, f. 10. október 1903, d. 30. maí 1961.
Fósturbarn Jóhanns og Sigríðar í Vorsabæ var
b) Sigurður Einarsson sjómaður, f. 29. nóvember 1904, d. 6. febrúar 1943. Hann var sonarsonur þeirra, sonur Einars í Skála.

Jónína var á Sveinsstöðum 1909, er hún eignaðist Guðnýju Aalen með Jóhannesi Aalen.
Hún var ,,aðkomandi‘‘ í Fagurhól 1910 og vann verkakvennastörf við fiskverkun og heyskap.
Jónína eignaðist Margréti Theodóru með Gunnari Marel í Fagurhól 1911.
Þau Kristmundur leigðu á Reynifelli 1915 og 1916 og þar fæddist Guðmundur Árni 1915. Hún bjó í Garðsauka 1917 og enn 1920 með Kristmundi, þrem börnum sínum fæddum 1915-1918 og barni sínu Guðnýju Jóhnnesdóttur. Þar voru þau enn 1924 með 5 börn.
1930 bjuggu þau á Skólavegi 33 (Hamri) með börnunum Guðmundi Árna, Jónu Gróu, Kristínu, Jóhanni Sigurði, f. 1921, og Árna, f. 1929. Þar voru þau með sömu áhöfn 1934.
Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur um 1935. Jónína var húsfreyja þar 1945.
Hún lét 1976.

I. Barnsfaðir Jónínu var Jóhannes Aalen.
Barn þeirra var
1. Guðný Aalen Jóhannesdóttir vinnukona í Eyjum, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 3. janúar 1909 á Sveinsstöðum, d. 8. október 1960.

II. Barnsfaðir Jónínu var Gunnar Marel Jónsson, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979.
Barn þeirra var
2. Margrét Theodóra Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. nóvember 1911 í Fagurhól, d. 28. apríl 1991.

III. Sambýlismaður Jónínu var Kristmundur Jónsson sjómaður, f. 8. ágúst 1895, d. 9. janúar 1960.
Börn þeirra voru:
3. Guðmundur Árni Kristmundsson sjómaður, verkamaður, f. 3. október 1915 á Reynifelli, d. 14. janúar 1995.
4. Jóna Gróa Kristmundsdóttir húsfreyja, símakona í Reykjavík, f. 10. janúar 1917 á Reynifelli, d. 15. september 2002.
5. Kristín Kristmundsdóttir húsfreyja á Akranesi og í Reykjavík, f. 21. júní 1918 í Garðsauka, d. 20. janúar 1996.
6. Jóhann Sigurður Kristmundsson múrari í Reykjavík, f. 11. júlí 1921 í Garðsauka, d. 3. mars 2010.
7. Árni Kristmundsson bókbindari, kaupmaður, f. 18. nóvember 1929 á Hamri, d. 21. janúar 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.