Jóna Gróa Kristmundsdóttir
Jóna Gróa Kristmundsdóttir frá Hamri við Skólaveg 33, húsfreyja fæddist 10. janúar 1917 á Reynifelli við Vesturveg 15b og lést 15. september 2002.
Foreldrar hennar voru Kristmundur Jónsson frá Nesi á Seltjarnarnesi, f. 8. ágúst 1895, d. 9. janúar 1960, og kona hans Jónína Jóhannsdóttir frá Vorsabæ í A.-Landeyjum, húsfreyja, 30. október 1888, d. 6. september 1976.
Börn Jónínu og Kristmundar voru:
1. Guðmundur Árni Kristmundsson sjómaður, verkamaður, f. 3. október 1915 á Reynifelli, d. 14. janúar 1995.
2. Jóna Gróa Kristmundsdóttir húsfreyja, símavörður í Reykjavík, f. 10. janúar 1917 á Reynifelli, d. 15. september 2002.
3. Kristín Kristmundsdóttir húsfreyja á Akranesi og í Reykjavík, f. 21. júní 1918 í Garðsauka, d. 20. janúar 1996.
4. Jóhann Sigurður Kristmundsson múrari í Reykjavík, f. 11. júlí 1921 í Garðsauka, d. 3. mars 2010.
5. Árni Kristmundsson bókbindari, kaupmaður, f. 18. nóvember 1929 á Hamri, d. 21. janúar 2007.
Fósturbarn Kristmundar, barn Jónínu var
6. Guðný Aalen Jóhannesdóttir vinnukona í Eyjum, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 3. janúar 1909 á Sveinsstöðum, d. 8. október 1960.
Barn Jónínu:
7. Margrét Theodóra Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. nóvember 1911, d. 28. apríl 1991.
Jóna vann ung í Hampiðjunni, síðar við fiskiðnað og símavörslu hjá Reykjavíkurborg.
Hún eignaðist barn með Eðvard Joensen.
Þau Gísli giftu sig 1938, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu við Laugarnesveg í Reykjavík.
Gísli lést 1974 og Jóna Gróa 2002.
I. Barnsfaðir Jónu var Hans Eðvard Joensen frá Færeyjum, verkamaður.
Barn þeirra:
1. Kristmundur Ingvar Eðvardsson, f. 3. október 1935, d. 24. desember 1974. Fyrrum kona hans Aðalbjörg Pálsdóttir.
II. Maður Jónu, (10. maí 1938), var Gísli Guðnason yfirverkstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 25. september 1914 í Hafnarfirði, d. 5. nóvember 1974. Foreldrar hans voru Guðni Einarsson, f. 27. júlí 1883 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum, d. 20. febrúar 1924, og kona hans Þorbjörg Sigrún Eggertsdóttir húsfreyja, f. 9. mars 1877 í Fremri-Langey á Breiðafirði, d. 20. júlí 1943.
Börn þeirra:
1. Guðni Gíslason sjómaður, f. 24. desptember 1939, d. 26. maí 1971. Kona hans Hildur Lárusdóttir.
2. Eggert Gíslason, f. 22. mars 1942. Fyrrum sambúðarkona hans Elín Albertsdóttir.
3. Valgerður Gísladóttir framkvæmdastjóri, f. 1944. Maður hennar Loftur Ólafsson.
4. Þorbjörn Gíslason varahlutasali, f. 3. nóvember 1945. Kona hans Sigríður Halldórsdóttir.
5. Rúnar Gíslason dýralæknir, f. 20. janúar 1948. Kona hans Brynja Jóhannsdóttir.
6. Bára Gísladóttir húsfreyja, f. 3. maí 1951. Maður hennar Gunnar Gunnarsson.
7. Ragnheiður Dóróthea Gísladóttir skrifstofumaður, f. 5. nóvember 1956. Maður hennar Hrafnkell Gíslason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Morgunblaðið 25. september 2002. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.