Kristmundur Jónsson (Garðsauka)
Kristmundur Jónsson sjómaður fæddist 8. ágúst 1895 í Nesi á Seltjarnarnesi og lést 9. janúar 1960.
Foreldrar hans voru Jón Ingimundarson af Suðurnesjum, vinnumaður, síðast á Barðsnesi í Norðfirði, f. 1872, drukknaði 2. desember 1898 og Gróa Pétursdóttir verkakona, f. 18. febrúar 1868, d. 27. desember 1938.
Systkini Kristmundar- í Eyjum, voru:
1. Jón Jónsson sjómaður, f. 24. apríl 1899 á Norðfirði, d. 14. mars 1975. Hann var í Djúpadal 1930, síðast á Elliheimilinu.
2. Jóna Jónsdóttir, f. 6. júní 1897, á lífi 1901.
Hálfsystkini Kristmundar, sammædd, voru:
1. Helga Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1902 á Brimbergi á Seyðisfirðri, d. 4. ágúst 1986.
2. Árni Árnason frá Djúpadal, sjómaður, f. 13. febrúar 1911 á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð, d. 5. febrúar 1930.
Foreldrar Kristmundar fóru bæði að Barðsnesi í Norðfirði án hans. Hann var 6 ára tökubarn á Kiðafelli í Kjós 1901, var vikadrengur í Innri Njarðvík 1910, fór til Seyðisfjarðar og kom þaðan til Eyja 1915.
Þau Jónína leigðu á Reynifelli 1915 og 1916 og þar fæddist Guðmundur Árni 1915. Þau bjuggu í Garðsauka 1917 og 1920 með þrem börnum sínum fæddum 1915-1918 og barnið Jónínu Guðrúnu Jóhannesdóttur. Þar voru þau enn 1924 með 5 börn.
1930 bjuggu þau á Skólavegi 33 (Hamri) með börnunum Guðmundi Árna, Jónu Gróu, Kristínu, Jóhanni Sigurði, f. 1921, og Árna, f. 1929. Þar voru þau með sömu áhöfn 1934.
Fjölskyldan fluttist með börnin til Reykjavíkur um 1935. Kristmundur var verkamaður þar. Hann lést 1960 og Jónína 1976.
Sambýliskona Kristmundar var Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 30. október 1886, d. 6. september 1976.
Börn þeirra voru:
1. Guðmundur Árni Kristmundsson sjómaður, verkamaður, f. 3. október 1915 á Reynifelli, d. 14. janúar 1995.
2. Jóna Gróa Kristmundsdóttir húsfreyja, símakona í Reykjavík, f. 10. janúar 1917 á Reynifelli, d. 15. september 2002.
3. Kristín Kristmundsdóttir húsfreyja á Akranesi og í Reykjavík, f. 21. júní 1918 í Garðsauka, d. 20. janúar 1996.
4. Jóhann Sigurður Kristmundsson múrari í Reykjavík, f. 11. júlí 1921 í Garðsauka, d. 3. mars 2010.
5. Árni Kristmundsson bókbindari, kaupmaður, f. 18. nóvember 1929 á Hamri, d. 21. janúar 2007.
Fósturbarn Kristmundar, barn Jónínu var
6. Guðný Aalen Jóhannesdóttir vinnukona í Eyjum, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 3. janúar 1909 á Sveinsstöðum, d. 8. október 1960.
Barn Jónínu:
7. Margrét Theodóra Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. nóvember 1911, d. 28. apríl 1991.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.