Jón Gunnlaugsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2022 kl. 19:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2022 kl. 19:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jón Gunnlaugsson. '''Jón Gunnlaugsson''' frá Gjábakka, sjómaður fæddist 20. nóvember 1920 og lést 13. október 2007 á Sjúkrahúsinu.<br> Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sigurðsson skipstjóri, f. 28. september 1883, d. 20. apríl 1965, og kona hans Jóna ''Elísabet'' Arnoddsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1889, d....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Gunnlaugsson.

Jón Gunnlaugsson frá Gjábakka, sjómaður fæddist 20. nóvember 1920 og lést 13. október 2007 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sigurðsson skipstjóri, f. 28. september 1883, d. 20. apríl 1965, og kona hans Jóna Elísabet Arnoddsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1889, d. 22. febrúar 1951.

Börn Elísabetar og Gunnlaugs:
1. Aðalsteinn Júlíus Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, húsvörður, f. 14. júlí 1910 á Gjábakka, d. 27. febrúar 1991.
2. Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson vélstjóri, f. 24. júní 1913 á Gjábakka, d. 3. mars 2002.
3. Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júní 1917 á Gjábakka, d. 19. október 1995.
4. Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1914 á Gjábakka.
5. Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 21. apríl 1919 á Gjábakka, d. 1. mars 1983.
6. Jón Gunnlaugsson sjómaður, f. 20. nóvember 1920 á Gjábakka, d. 13. október 2007.
7. Elías Gunnlaugsson skipstjóri, f. 26. febrúar 1922 á Gjábakka.
8. Guðný Gunnlaugsdóttir, húsfreyja, kennari, f. 6. mars 1928 á Gjábakka.
9. Ingvar Gunnlaugsson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, verslunarstarfsmaður, f. 13. mars 1930 á Gjábakka, d. 15. júní 2008.
Barn Gunnlaugs með Elínu Pálsdóttur Scheving:
10. Gunnlaugur Gunnlaugsson Scheving bifreiðastjóri, f. 13. október 1906, síðast á Selfossi, d. 7. júní 1992.
Barn Gunnlaugs með Elínu Guðmundsdóttur:
11. Þorsteinn Elías Gunnlaugsson, f. 7. október 1908, d. 30. apríl 1909.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést, er Jón var á fimmtánda árinu. Hann bjó með móður sinni og Guðnýju systur sinni, síðar með henni og Sigurbjörgu systur sinni, en hún var ekkja eftir Vigfús Guðmundsson.
Þau bjuggu á Gjábakka þegar gaus 1973, en Gjábakki varð hrauninu að bráð. Jón keypti raðhús við Hrauntún 55 og bjó þar síðan.
Jón varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1938.
Hann hóf sjómennsku um 1939 á Skíðblani VE 287. Um 1941 fór hann á Helga VE 333 og var á siglingum á honum og Fellinu VE 31 út stríðsárin. Eftir það var hann á ýmsum bátum t.d. Lagarfossi VE 292.
Upp úr 1950 fór Jón í land og vann þá í slippnum hjá Ársæli Sveinssyni, síðan við umhirðu bátanna hjá Fiskiðjunni fram að gosi 1973. Eftir það fór hann á grafskipið Vestmannaey, flest árin sem verkstjóri, og var þar þangað til starfsævi lauk um 1990.
Jón átti sauðfé, sem hann annaðist.
Hann var mikið í íþróttum, var góður fimleikamaður.
Jón lést 2007, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.