Guðrún Andersen (Kiðjabergi)
Guðrún Andersen frá Kiðjabergi, húsfreyja, verslunarmaður, gjaldkeri, bæjarfulltrúi fæddist þar 22. ágúst 1933 og lést 15. desember 2008.
Foreldrar hennar voru Willum Jörgen Andersen skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. september 1910, d. 17. júlí 1988, og kona hans Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen húsfreyja, f. 2. nóvember 1909, d. 23. október 1996.
Börn Guðrúnar og Willums:
1. Guðrún Andersen húsfreyja, gjaldkeri, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008. Fyrri maður, skildu, var Borgþór Árnason. Síðari maður, skildu, var Finnbogi Finnbogason.
2. Jóhanna Andersen húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 9. febrúar 1938, d. 2. júní 2016. Maður hennar, skildu, er Gunnar Halldórsson.
3. Ágústa Þyrí Andersen húsfreyja í Kópavogi, f. 20. ágúst 1941, d. 16. mars 2006. Maður hennar Þór Guðmundsson.
4. Willum Pétur Andersen, f. 29. desember 1944. Kona hans Sigríður Ingólfsdóttir.
5. Halla Júlía Andersen, f. 1. apríl 1953. Maður hennar Baldvin Kristjánsson.
Guðrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað, tók virkan þátt í íþróttum og skátastarfi, vann hjá Sjúkrasamlaginu í Eyjum.
Á Seyðisfirði vann hún við afgreiðslu í kaupfélagi staðarins og var gjaldkeri hjá sýslumannsembættinu. Hún sat í bæjarstjórn á Seyðisfirði eitt kjörtímabil fyrir Sjálfstæðisflokkinn og tók þátt í Slysavarnafélaginu Rán og söng í kórum.
Þau Borgþór giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn, en skildu.
Þau Finnbogi tóku saman 1967, eignuðust eitt barn. Þau fluttu til Seyðisfjarðar 1971, skildu.
I. Fyrri maður Guðrúnar, (18. apríl 1954, skildu 1962), var Borgþór Árnason frá Stóra-Hvammi, vélstjóri, f. 27. september 1932, d. 14. febrúar 2008.
Börn þeirra:
1. Ágúst Heiðar Borgþórsson vélstjóri í Reykjanesbæ, nú í Sandgerði, f. 3. apríl 1952 á Kiðjabergi. Kona hans Sigríður Hvanndal Hannesdóttir.
2. Hrafnhildur Borgþórsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 23. júní 1953. Maður hennar Páll Jónsson, látinn.
3. Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði, f. 1. júlí 1958 að Brimhólabraut 16. Maður hennar Sigfús Mikaelsson.
4. Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir á Seyðisfirði, húsfreyja, sjúkraliði, stuðningsfulltrúi, f. 11. október 1961. Maður hennar Ólafur Mikaelsson.
II. Síðari maður Guðrúnar, (1967, skildu 1992), er Finnbogi Finnbogason, f. 10. maí 1936.
Barn þeirra:
5. Lilja Finnbogadóttir, húsfreyja, stundar sjúkraliðanám, f. 30. ágúst 1970, býr á Seyðisfirði. Maður hennar Freyr Andrésson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 20. desember 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Vilborg.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.