Hrafnhildur Borgþórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hrafnhildur Borgþórsdóttir frá Bjarma, húsfreyja, afgreiðslukona í Reykjavík fæddist 23. júní 1953 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Borgþór Árnason frá Stóra-Hvammi, vélstjóri, f. þar 27. september 1932, d. 14. febrúar 2008, og kona hans Guðrún W. Andersen frá Kiðjabergi, húsfreyja, síðar gjaldkeri, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008.

Börn Guðrúnar og Borgþórs:
1. Ágúst Heiðar Borgþórsson vélstjóri í Reykjanesbæ, nú í Sandgerði, f. 3. apríl 1952 á Kiðjabergi. Fyrrum kona hans Þóra Margrét Friðriksdóttir. Kona hans Sigríður Hvanndal Hannesdóttir.
2. Hrafnhildur Borgþórsdóttir húsfreyja, afgreiðslukona í Reykjavík, f. 23. júní 1953. Maður hennar Páll Jónsson, látinn.
3. Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði, f. 1. júlí 1958 að Brimhólabraut 16. Maður hennar Sigfinnur Mikaelsson.
4. Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir á Seyðisfirði, húsfreyja, sjúkraliði, stuðningsfulltrúi, f. 11. október 1961. Maður hennar Ólafur Mikaelsson.

Hrafnhildur var með foreldrum sínum í fyrstu, en þau skildu, er hún var níu ára.
Hún var með þeim í Bjarma, og á Brimhólabraut 16, síðan með móður sinni í Franska Spítalanum við Kirkjuveg 20, síðan með henni hjá foreldrum hennar að Heiðarvegi 55, en með móður sinni og Finnboga síðari manni hennar á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35.
Hrafnhildur eignaðist barn með Guðmundi 1970.
Hún flutti til Seyðisfjarðar 1971, var verkakona.
Þau Páll Sigurgeir giftu sig hjá sýslumanni 1981, eignuðust ekki barn, en tóku sér kjörbarn. Þau fluttu til Reykjavíkur 1989, skildu.
Hrafnhildur vann afgreiðslustörf hjá Lyfju, en lærði jóga í þrjú ár og kennir Kundalini-jóga.

I. Barnsfaðir Hrafnhildar var Guðmudur Hjaltason frá Fáskrúðsfirði, f. 31. mars 1949.
Barn þeirra:
1. Rúnar Þór Guðmundsson hljóð- og ljóstæknisérfræðingur, f. 10. janúar 1970 í Eyjum. Kona hans Þuríður Edda Eggertsdóttir.

II. Maður Hrafnhildar, (1981, skildu), var Páll Sigurgeir Jónsson, ættaður frá Þingholti, síðar trésmiður í Danmörku, f. 7. ágúst 1955, d. 15. nóvember 2010.
Barn þeirra, (kjörbarn) er
2. Jón Kristinn Pálsson ættaður frá Indónesíu, bifreiðastjóri fatlaðra í Reykjavík, f. 15. september 1982. Sambúðarkona hans er Melanie Stegerman, þýskrar ættar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.