Finnbogi Laxdal Finnbogason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Finnbogi Laxdal Finnbogason.

Finnbogi Laxdal Finnbogason frá Seyðisfirði, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist 10. maí 1936.
Foreldrar hans voru Finnbogi Laxdal Sigurðsson sjómaður, síldarbassi, f. 14. desember 1901, d. 1. maí 1988, og kona hans Kapítóla Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1907, d. 8. september 1976.

Finnbogi lauk stýrimannaprófi í Eyjum 1969.
Hann hóf sjómennsku 15 ára, var síðar stýrimaður á Sævaldi, Magnúsi Ólafssyni, Otto Wathne, Hannesi Hafstein og togaranum Jóni Þorlákssyni. Hann var skipstjóri á Víglundi (ex Margrét) og á Vingþóri.
Þau Laufey Alda giftu sig 1961, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Guðrún giftu sig 1967, eignuðust eitt barn. Þau fluttu til Seyðisfjarðar 1971, en skildu 1992.

I. Kona Finnboga, (31. desember 1961, skildu), var Laufey Alda Ólafsdóttir, f. 10. nóvember 1938 á Hánefsstaðaeyrum í Seyðisfirði, d. 3. febrúar 2022. Foreldrar hennar voru Ólafur Oddur Guðjónsson, f. 28. júní 1897, d. 10. júlí 1978, og kona hans Vigdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1906, d. 10. júlí 1990.
Börn þeirra:
1. Þorbjörg Finnbogadóttir húsfreyja, verkakona í Reykjanesbæ, f. 19. janúar 1960. Sambúðarmaður hennar Kjartan Kjartansson.
2. Vera Kapítóla Finnbogadóttir húsfreyja, verkakona á Seyðisfirði, f. 2. febrúar 1961. Maður hennar Jón Hilmar Jónsson.

I. Kona Finnboga, (1967, skildu), var Guðrún Andersen frá Kiðjabergi við Hásteinsveg 6, húsfreyja, skrifstofumaður, gjaldkeri, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008.
Barn þeirra:
3. Lilja Finnbogadóttir, húsfreyja, sjúkraliði, sjúkraflutningamaður á Seyðisfirði, f. 30. ágúst 1970. Maður hennar Freyr Andrésson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.