Selma Pálsdóttir (Akurey)
Guðrún Selma Pálsdóttir frá Akurey, húsfreyja, læknaritari fæddist þar 17. júní 1946.
Foreldrar hennar voru Ester Anna Aradóttir frá Akurey, húsfreyja í Eyjum, á Akranesi og í Reykjavík, f. 3. mars 1927, og barnsfaðir hennar Paul Talbot, bandaríkjamaður, f. 18. maí 1914, d. 28. apríl 1992.
Börn Esterar Önnu:
1. Guðrún Selma Pálsdóttir, f. 17. júní 1946 í Akurey.
2. Ari Kristinn Jónsson iðnverkamaður í Reykjavík, f. 6. mars 1949 í Eyjum. Kona hans er Aðalbjög Ragna Hjartardóttir.
3. Andrés Guðbjartur Guðbjartsson strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 31. mars 1954 á Hólagötu 31. Fyrrum kona hans Rut Rósinkransdóttir.
4. Guðný Bóel Guðbjartsdóttir matvælatæknir á Selfossi, f. 10. júní 1956 í Eyjum. Maður hennar Jóhannes Lúðvíksson.
5. Bryndís Björg Guðbjartsdóttir öryrki, f. 1. febrúar 1958, óg.
6. Þórdís Sigurlína Guðbjartsdóttir starfsmaður á elliheimili á Eyrarbakka, f. 19. febrúar 1960, óg.
7. Dagmar Anna Guðbjartsdóttir lyftaramaður hjá Fiskimjölsverksmiðjunni, afgreiðslumaður, f. 10. febrúar 1962, d. 16. október 2012, óg.
8. María Hrafnhildur Guðbjartsdóttir húsfreyja, skólaliði í Danmörku, f. 17. júní 1968. Maður hennar Andri Birkir Ólafsson.
Selma var með móður sinni í æsku, en lengst var hún í umsjá móðurforeldra sinna.
Hún vann verkakvennastörf, verslunarstörf, ritarastörf á læknastofu.
Þau Jón Ólafur giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Brekastíg 33 1963-1966, á Boðaslóð 12 1966-1971 og í Hrauntúni 8 1971 og við Gos og síðan til ársins 1994, er þau fluttu til Reykjavíkur. Þau búa nú í Garðabæ.
I. Maður Selmu, (1. maí 1964), er Jón Ólafur Vigfússon vélstjóri, forstjóri, f. 18. júlí 1944.
Börn þeirra:
1. Jón Kristinn Jónsson ferðamálafræðingur, rekur fyrirtækið Amazing Tours, f. 29. nóvember 1963.
2. Gunnar Þór Jónsson læknir, f. 8. júní 1965 í Eyjum. Kona hans Hulda Soffía Hermannsdóttir.
3. Ólafur Ari Jónsson lögfræðingur hjá Medis, f. 7. desember 1976. Kona hans Eva Dögg Gylfadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Selma.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.