Selma Pálsdóttir (Akurey)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Selma Pálsdóttir frá Akurey, húsfreyja, læknaritari, talsímakona fæddist þar 17. júní 1946.
Foreldrar hennar voru Ester Anna Aradóttir frá Akurey, húsfreyja í Eyjum, á Akranesi og í Reykjavík, f. 3. mars 1927, d. 2. september 2020, og barnsfaðir hennar Paul Talbot, bandaríkjamaður, f. 18. maí 1914, d. 28. apríl 1992.
Fósturforeldrar Selmu voru móðurforeldrar hennar Guðrún Jónsdóttir húsfreyja og Ari Markússon verkamaður.

Börn Esterar Önnu:
1. Guðrún Selma Pálsdóttir, f. 17. júní 1946 í Akurey.
2. Ari Kristinn Jónsson iðnverkamaður í Reykjavík, f. 6. mars 1949 í Eyjum. Kona hans er Aðalbjög Ragna Hjartardóttir.
3. Andrés Guðbjartur Guðbjartsson strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 31. mars 1954 á Hólagötu 31. Fyrrum kona hans Rut Rósinkransdóttir.
4. Guðný Bóel Guðbjartsdóttir matvælatæknir á Selfossi, f. 10. júní 1956 í Eyjum. Maður hennar Jóhannes Lúðvíksson.
5. Bryndís Björg Guðbjartsdóttir öryrki, f. 1. febrúar 1958, óg.
6. Þórdís Sigurlína Guðbjartsdóttir starfsmaður á elliheimili á Eyrarbakka, f. 19. febrúar 1960, óg.
7. Dagmar Anna Guðbjartsdóttir lyftaramaður hjá Fiskimjölsverksmiðjunni, afgreiðslumaður, f. 10. febrúar 1962, d. 16. október 2012, óg.
8. María Hrafnhildur Guðbjartsdóttir húsfreyja, skólaliði í Danmörku, f. 17. júní 1968. Maður hennar Andri Birkir Ólafsson.

Selma var með móður sinni í æsku, en lengst var hún í umsjá móðurforeldra sinna, í Akurey og frá 1951 á Hólagötu 51.
Hún vann verkakvennastörf, verslunarstörf, ritarastörf á læknastofu og hjá Símanum í Eyjum í fimm ár eftir Gos.
Þau Jón Ólafur giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Brekastíg 33 1963-1966, á Boðaslóð 12 1966-1971 og í Hrauntúni 8 1971 og við Gos og síðan til ársins 1994, er þau fluttu til Hafnarfjarðar og bjuggu í Klausturhvammi 20, en síðar í Garðabæ.

I. Maður Selmu, (1. maí 1964), er Jón Ólafur Vigfússon vélstjóri, forstjóri, f. 18. júlí 1944.
Börn þeirra:
1. Jón Kristinn Jónsson ferðamálafræðingur, rekur fyrirtækið Amazing Tours, f. 29. nóvember 1963. Kona hans Ingveldur Gyða Kristinsdóttir.
2. Gunnar Þór Jónsson heimilislæknir í Hafnarfirði, f. 8. júní 1965 í Eyjum. Kona hans Hulda Soffía Hermannsdóttir.
3. Ólafur Ari Jónsson lögfræðingur hjá Medis ehf., f. 7. desember 1976. Kona hans Eva Dögg Gylfadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.