Jón Ólafur Vigfússon
Jón Ólafur Vigfússon frá Gíslholti, vélstjóri, forstjóri fæddist 18. júlí 1944 og lést 31. október 2022.
Móðir hans var Jóna Margrét Ólafsdóttir, f. 13. apríl 1924 á Vesturhúsum, d. 4. ágúst 1944.
Fósturforeldrar Jóns Ólafs voru móðurforeldrar hans Ólafur Vigfússon skipstjóri í Gíslholti, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974 og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1898, d. 19. apríl 1969.
Börn Kristínar og Ólafs í Gíslholti:
1. Vigfús Ólafsson kennari, skólastjóri, f. 13. apríl 1918 að Raufarfelli u. A-Eyjafjöllum, d. 25. október 2000.
2. Kristný Ólafsdóttir fiskverkakona, f. 8. júlí 1921 að Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 24. nóvember 2006.
3. Jóna Margrét Ólafsdóttir, f. 13. apríl 1924 á Vesturhúsum, d. 4. ágúst 1944.
4. Sveinn Ágúst Ólafsson útgerðarmaður, ,,trillukarl“, f. 1. ágúst 1927 í Gíslholti, d. 29. júlí 2003.
5. Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1931 í Gíslholti.
6. Guðjón Þorvarður Ólafsson skrifstofumaður, gjaldkeri, myndlistarmaður, bæjarlistamaður, ,,trillukarl“, f. 1. nóvember 1935 í Gíslholti.
Fóstursonur Kristínar og Ólafs, sonur Jónu Margrétar:
7. Jón Ólafur Vigfússon vélstjóri, forstjóri í Hafnarfirði, f. 18. júlí 1944.
Móðir Jóns Ólafs lést, er hann var átta vikna gamall.
Hann var tekinn í fóstur af móðurforeldrum sínum og var með þeim í æsku.
Hann lauk 3. bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1961, vélstjórnarnámi 18 ára.
Jón Óli var landmaður hjá útgerð Tangans, vann um skeið við bræðsluna í Gúanó og var verkstjóri hjá Skipalyftunni.
Þau Selma giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Brekastíg 33 1963-1966, á Boðaslóð 12 1966-1971 og í Hrauntúni 8 1971 til Goss og síðan til 1994.
Þau Selma fluttu til Hafnarfjarðar 1994 og bjuggu í Klausturhvammi 20, en síðar í Garðabæ. Þau áttu og ráku Bílavottastöðina Löður ásamt sonum sínum.
Þau bjuggu síðast að Naustahlein 6 í Garðabæ.
Jón Ólafur lést 2022.
I. Kona Jóns Ólafs, (1. maí 1964), er Guðrún Selma Pálsdóttir frá Akurey, húsfreyja, læknaritari, verslunarmaður, talsímakona, f. 17. júní 1946 í Akurey.
Börn þeirra:
1. Jón Kristinn Jónsson ferðamálafræðingur, rekur fyrirtækið Amazing Tours, f. 29. nóvember 1963. Kona hans Ingveldur Gyða Kristinsdóttir.
2. Gunnar Þór Jónsson heimilislæknir í Hafnarfirði, f. 8. júní 1965 í Eyjum. Kona hans Hulda Soffía Hermannsdóttir.
3. Ólafur Ari Jónsson lögfræðingur hjá Medis ehf., f. 7. desember 1976. Kona hans Eva Dögg Gylfadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1962, Skýrsla skólans 1960-1961.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Selma.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.