Þórunn Gunnarsdóttir (Horninu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. september 2024 kl. 21:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. september 2024 kl. 21:47 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Gunnarsdóttir frá Brúarhúsi við Vestmannabraut 1 (Horninu), húsfreyja fæddist þar 7. mars 1939 og lést 12. júní 2020.
Foreldrar hennar voru Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979, og kona hans Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1892, d. 23. apríl 1976.

Börn Sigurlaugar og Gunnars:
1. Páll Óskar Gunnarsson, f. 21. apríl 1914 í Miðey, d. 10. október 1976.
2. Guðrún Olga Gunnarsdóttir, f. 26. apríl 1915 í Miðey, d. 25. október 1925.
3. Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson vélstjóri, f. 29. apríl 1916 í Miðey, d. 22. mars 2001.
4. Eggert Gunnarsson, f. 13. júní 1917 í Þinghúsinu, d. 24. febrúar 1920.
5. Rannveig Hulda Gunnarsdóttir, f. 2. ágúst 1918 í Bifröst, d. 3. desember 1918.
6. Guðmunda Gunnarsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður, bæjarfulltrúi, f. 30. júlí 1920 á Oddsstöðum, d. 25. maí 2009.
7. Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922 í Brúarhúsi, (Horninu, Vestmannabraut 1), d. 4. janúar 1991.
8. Guðni Kristinn Gunnarsson verkfræðingur í Bandaríkjunum, verksmiðjustjóri, f. 25. október 1925 í Brúarhúsi, d. 10. júlí 1984.
9. Jón Gunnarsson vélstjóri, skipasmíðameistari, f. 2. desember 1927 í Brúarhúsi, d. 4. desember 2005.
10. Svava Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1929 í Brúarhúsi.
11. Þorsteinn Gunnarsson vélstjóri, f. 1. nóvember 1932 í Brúarhúsi, d. 24. maí 1958.
12. Þórunn Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1939 í Brúarhúsi, d. 12. júní 2020.
Börn Gunnars Marels og Kristínar Sigríðar Jónsdóttur:
13. Ingvar Valdimar Gunnarsson, f. 10. nóvember 1910 í Hólshúsi, d. 25. ágúst 1928.
14. Ásta Rut Gunnarsdóttir húsfreyja í Hólshúsi f. 26. janúar 1914, d. 22. desember 2000.
Barn Gunnars Marels og Jónínu Jóhannsdóttur:
15. Margrét Theodóra Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. nóvember 1911, d. 28. apríl 1991.

Þórunn (Tóta) var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1955.
Þórunn eignaðist barn með Guðmundi Lárussyni bónda á Fremri-Brekku í Saurbæ í Dölum 1959. Barnið var ættleitt af Júlíusi manni hennar.
Þau Júlíus giftu sig, eignuðust tvö börn.
Júlíus lést 1968.
Þórunn bjó síðast við Bessahraun og lést 2020.

I. Maður Þórunnar, (19. október 1963), var Júlíus Gísli Magnússon, skrifstofustjóri, f. 7. júlí 1938, d. 28. október 1968.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Marel Júlíusson, kjörbarn Júlíusar, f. 18. ágúst 1959 í Rvk.
2. Magnús Júlíusson, f. 4. apríl 1964 í Rvk.
3. Gunnar Júlíusson, grafískur hönnuður og myndskreytir, f. 18. febrúar 1967 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.