Gunnar Júlíusson
Gunnar Júlíusson, grafískur hönnuður, listamaður fæddist 18. febrúar 1967 í Rvk.
Foreldrar hans Þórunn Gunnarsdóttir, húsfreyja, f. 7. mars 1939, d. 12. júní 2020, og Júlíus Magnússon, útgerðarmaður, skrifstofustjóri, f. 7. júlí 1938, d. 28. október 1968.
Börn Þórunnar og Júlíusar:
1. Þorsteinn Marel Júlíusson, vélfræðingur, kjörbarn Júlíusar, f. 18. ágúst 1959 í Rvk.
2. Magnús Júlíusson, lyfjafræðingur, f. 4. apríl 1964 í Rvk.
3. Gunnar Júlíusson, grafískur hönnuður, listamaður, f. 18. febrúar 1967 í Rvk.
Þau Anney giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
I. Fyrrum kona Gunnars er Anney Bæringsdóttir, frá Rifi á Snæfellsnesi, húsfreyja, viðurkenndur bókari, f. 13. janúar 1975. Foreldrar hennar Bæringur Sæmundsson, f. 18. nóvember 1952, og Margrét Benjamínsdóttir, f. 8. október 1954, d. 1. október 2022.
Börn þeirra:
1. Ari Bergur Gunnarsson, f. 15. febrúar 2002.
2. Ísar Þór Gunnarsson, f. 15. janúar 2004.
3. Birta Dís Gunnarsdóttir, f. 23. apríl 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gunnar.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.