Ritverk Árna Árnasonar/Tómas M. Guðjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. mars 2023 kl. 14:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. mars 2023 kl. 14:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Tómas í Höfn.

Kynning.

Tómas Maríus Guðjónsson frá Miðhúsum, kaupmaður, útgerðarmaður og umboðsmaður, fæddist 13. janúar 1887 og lést 14. júní 1958.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Arnarhóli í Landeyjum, tómthúsmaður, formaður í Sjólyst, f. 1857, d. 13. október 1896 og kona hans Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1855, d. 15. febrúar 1931.

Tómas var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona Tómasar var Hjörtrós Hannesdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1888, d. 16. mars 1926.
Börn Tómasar og Hjörtrósar:
1. Hannes skipstjóri, f. 17. júní 1913, d. 14. október 2003, kvæntur Kristínu Sigríði Jónsdóttur húsfreyju frá Hellissandi, f. 3. apríl 1919, d. 14. júní 2002.
2. Martin Brynjólfur útgerðarmaður og forstjóri, f. 17. júní 1915, d. 1. janúar 1976, kvæntur Gíslínu Berthu húsfreyju Gísladóttur frá Dalbæ, f. 1920, d. 23. apríl 2012.
3. Jóhannes bankaritari, f. 13. mars 1921, kvæntur Guðfinnu húsfreyju Stefánsdóttur frá Skuld, f. 8. júní 1923.

II. Síðari kona Tómasar var Sigríður Vilborg Magnúsdóttir húsfreyja frá Brekkum á Rangárvöllum, f. 4. október 1899, d. 18. september 1968.
Börn Tómasar og Sigríðar:
4. Magnea Rósa húsfreyja, lyfjafræðingur og lyfsali, f. 20. september 1928, gift Gunnari Hafsteini Bjarnasyni verkfræðingi, f. 22. september 1927.
5. Gerður Erla húsfreyja og gjaldkeri, f. 21. febrúar 1933. Fyrrum maður hennar var Stefán Brynjólfsson kennari, skrifstofumaður, f. 13. október 1933, d. 9. september 1989. Fyrrum maður Gerðar Erlu var Björgvin Jóhann Helgason sjómaður, skrifstofumaður, f. 9. október 1934, d. 17. september 1990. Sambýlismaður Gerðar Erlu var Lúkas Kárason sjómaður og kennari hjá Þróunarhjálpinni, f. 29. ágúst 1931, d. 23. mars 2020.
6. Bragi öryrki, f. 4. mars 1939, d. 2. ágúst 2002.

III. Barn Tómasar með Guðrúnu Árnadóttur húsfreyju frá Hurðarbaki í Flóa, f. 19. september 1888, d. 28. september 1972:
7. Guðjón Tómasson símvirkjameistari, deildarstjóri hjá Flugmálastjórn, f. 29. ágúst 1925, d. 2. desember 1977, kvæntur í Reykjavík Margréti Ólafsdóttur, látin.
IV. Uppeldisdóttir var Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, bróðurdóttir Tómasar, f. 12. apríl 1912, d. 26. júlí 1982.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Tómas er tæplega meðalmaður á hæð, en allþrekinn og feitlaginn í seinni tíð, skolhærður, en ljós yfirlitum, skapléttur og góður félagi, snar og léttur í hreyfingum og vel fylginn sér.
Hann var fyrr meir töluvert að veiðum, drjúgur aflamaður, fullur áhuga og viljafestu. Ekki náði hann fullkominni veiðileikni, áður en hann hætti að stunda veiðar, sem var snemma á aldri. Hann var mikið við eggja- og fuglatekju og þótti ágætur liðsmaður í hvívetna.
Lífsstarf hans hefir að mestu verið verslunarstörf, í Edinborg, og síðar afgreiðslumaður erlendra skipafélaga, umboðsmaður Shell og H. Benediktsson & Co í Reykjavík. Verslar sjálfur með byggingavörur, sement, járn o.m.fl.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Tómas M. Guðjónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.