Bertha Gísladóttir (Dalbæ)
Gíslína Bertha Gísladóttir frá Dalbæ við Vestmannabraut 9, húsfreyja á Laugarbraut 1 fæddist 5. febrúar 1920 á Borg og lést 23. apríl 2012 á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Gísli Þórðarson frá Dal, vélstjóri, f. 10. júní 1896 í Ámundakoti í Fljótshlíð, fórst með vélbátnum Má 13. febrúar 1920, og kona hans Rannveig Vilhjálmsdóttir frá Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. þar 20. apríl 1895, d. 19. október 1970.
Fósturforeldrar Berthu voru Emilíu Ottesen húsfreyja, f. 5. nóvember 1890, d. 7. júlí 1963 og maður hennar Eyjólfs Bjarna Ottesen verslunarmaður, f. 21 október 1891, d. 17. febrúar 1957.
Börn Rannveigar og Gísla:
1. Magnús Gísli Gíslason kaupmaður, f. 22. nóvember 1917, d. 9. október 1980.
2. Gíslína Bertha Gísladóttir húsfreyja frá Dalbæ, f. 5. febrúar 1920, d. 23. apríl 2012.
Gísli faðir Berthu drukknaði, er hún var nýfædd. Hún fór í fóstur á fyrsta ári sínu til vinafólks, Emilíu og Eyjólfs Ottesen.
Bertha bjó hjá þeim í Hlíðarhúsi 1920, á Vegbergi 1930, í Stakkagerði-vestra 1934, en komin í Dalbæ 1936.
Hún eignaðist Eyjólf þar 1937. Þau giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn. Þau Martin bjuggu í húsi sínu að Laugarbraut 1 til Goss 1973. Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu síðast í Stóragerði 16. Bertha flutti síðar að Droplaugarstöðum.
Martin lést 1976 og Bertha 2012.
I. Maður Berthu, (27. janúar 1940), var Martin Brynjólfur Tómasson frá Höfn, útgerðarmaður, forstjóri, f. 17. júní 1915 á Miðhúsum, d. 1. janúar 1976.
Börn þeirra:
1. Eyjólfur Martinsson framkvæmdastjóri f. 23. maí 1937 í Dalbæ, d 17. desember 2011. Kona hans Sigríður Sylvía Jakobsdóttir
2. Rósa Martinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 20. apríl 1941 á Laugarbraut 1. Maður hennar Ársæll Lárusson.
3. Emilía Martinsdóttir húsfreyja, verkfræðingur, f. 12. nóvember 1949 á Laugarbraut 1. Maður hennar Sigurður Ingi Skarphéðinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 11. maí 2012. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.