Kristjana Þórey Jóhannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. apríl 2024 kl. 09:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. apríl 2024 kl. 09:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kristjana Þórey Jóhannsdóttir frá Efri-Hömrum í Holtahreppi, Rang., húsfreyja fæddist 8. júní 1891 og lést 21. mars 1969.
Foreldrar hennar voru Jóhann Ólafsson bóndi, síðar í Garðbæ hjá Hvalsnesi, í Fjósakoti og síðast í Hjarðarholti í Sandgerði, f. 5. september 1858 í Haga í Holtahreppi, d. 24. mars 1937, og kona hans Sigrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1862 í Kvíarholti í Ásahreppi, d. 31. júlí 1951.

Börn Sigrúnar og Jóhanns - í Eyjum:
1. Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir, f. 23. október 1884, d. 9. desember 1968.
2. Kristjana Þórey Jóhannsdóttir, f. 8. júní 1891, d. 21. mars 1969.

Kristjana var með foreldrum sínum í fyrstu, en þau hættu búskap á Efri-Hömrum. Hún var í Keflavík 1909, var vetrarstúlka í Reykjavík 1910. Þau Magnús giftu sig 1915 í Eyjum, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Steinholti við Kirkjuveg 9a 1916, á Reyni við Bárustíg 5 1918 og á Jaðri við Vestmannabraut 6 1920.
Magnús var formaður á bátnum Ceres, er hann fórst fyrir sunnan Bjarnarey 2. mars 1920.
Kristjana flutti að Brautarholti, var þar 1924. Þá flutti hún úr bænum.
Hún bjó síðast í Máfahlíð 26 og lést 1969.

I. Maður Kristjönu Þóreyjar, (24. desember 1915 í Eyjum), var Magnús Hjörleifsson frá Norðfirði, sjómaður, skipstjóri, f. 5. febrúar 1891, drukknaði 2. mars 1920.
Börn þeirra:
1. Sigrún Inga Magnúsdóttir bókbindari í Reykjavík, f. 28. febrúar 1916 í Steinholti, d. 13. október 2010, ógift.
2. Kristinn Hjörleifur Magnússon skipstjóri í Sandgerði, f. 13. apríl 1918 á Reyni, d. 3. júlí 1984. Kona hans Ingibjörg Steinunn Eyjólfsdóttir.
3. Magnea Dóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1920 á Jaðri, d. 31. desember 2003.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.