Kristinn Hjörleifur Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristinn Hjörleifur Magnússon.

Kristinn Hjörleifur Magnússon skipstjóri fæddist 13. apríl 1918 á Jaðri og lést 3. júlí 1984.
Foreldrar hans voru Magnús Hjörleifsson frá Norðfirði, skipstjóri á Ceres, f. 5. febrúar 1891, drukknaði 2. mars 1920, og kona hans Kristjana Þórey Jóhannsdóttir frá Efri-Hömrum í Ásahreppi, Rang., f. 8. júní 1891, d. 21. mars 1969.

Börn Kristjönu og Magnúsar voru:
1. Sigrún Inga Magnúsdóttir bókbindari í Reykjavík, f. 28. febrúar 1916 í Steinholti, d. 13. október 2010, ógift.
2. Kristinn Hjörleifur Magnússon skipstjóri í Sandgerði, f. 13. apríl 1918 á Reyni, d. 3. júlí 1984. Kona hans Ingibjörg Steinunn Eyjólfsdóttir.
3. Magnea Dóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1920 á Jaðri, d. 31. desember 2003.

Kristinn var skamma stund hjá foreldrum sínum, en faðir hans drukknaði er Kristinn var tveggja ára. Hann var með móður sinni í fyrstu, á Jaðri og í Brautarholti, fór í fóstur til móðurforeldra sinna í Sandgerði.
Kristinn lauk hinu minna fiskimannaprófi 1939 og fiskimannaprófi 1949 frá Sjómannaskólanum í Reykjavík.
Hann hóf sjómennsku 14 ára, og var skipstjóri á ýmsum bátum í Sandgerði frá 1941-1965, er hann hætti sökum heilsubrests.
Þau Ingibjörg giftu sig 1942, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Sandgerði.
Kristinn lést 1984 og Ingibjörg 2000.

I. Kona Kristins Hjörleifs, (26. desember 1942), var Ingibjörg Steinunn Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 23. september 1916 á Melstað á Seltjarnarnesi, d. 18. desember 2000. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Jóhannsson sjómaður, f. 12. febrúar 1881 í Melshúsum á Seltjarnarnesi, d. 5. janúar 1933, og kona hans Gíslína Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1891 í Dalbæ í Gnúpverjahreppi, Árn., d. 3. september 1959.
Börn þeirra:
1. Hrefna Kristinsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1943, d. 3. apríl 1999. Maður hennar Halldór Björnsson Aspar.
2. Kristjana Kristinsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1946, d. 16. júní 1997. Maður hennar Randver Margeir Ármannsson.
3. Hjördís Kristinsdóttir húsfreyja, f. 19. nóvember 1950. Maður hennar Þórður Hafsteinn Hilmarsson.
4. Sigrún Kristinsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1953. Maður hennar Leifur Helgason.
5. Magnús Eyjólfur Kristinsson, f. 7. mars 1955. Kona hans Sigurlaug Lára Eiríksdóttir.
6. Sólveig Kristinsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1956. Maður hennar Sigurður Indriðason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.