Kristjana Þórey Jóhannsdóttir
Kristjana Þórey Jóhannsdóttir frá Efri-Hömrum í Holtahreppi, Rang., húsfreyja fæddist 8. júní 1891 og lést 21. mars 1969.
Faðir hennar var Jóhann bóndi þar, f. 5. september 1858, d. 24. mars 1937, Ólafsson bónda í Haga og á Efri-Hömrum, f. 30. mars 1819, d. 15. júní 1888, Hallssonar bónda á Efri-Hömrum, f. 30. apríl 1787, d. 13. mars 1835, Jónssonar, og konu Halls Jónssonar, Ingveldar húsfreyju, f. 23. október 1791, d. 7. mars 1869, Ólafsdóttur bónda á Húsum í Holtum, f. 23. apríl 1764, d. 8. júlí 1829, Ólafssonar, og konu hans, Guðrúnar húsfreyju, skírð 9. apríl 1761, d. 30. júlí 1819, Sveinsdóttur.
Móðir Jóhanns og kona (19. október 1850) Ólafs í Haga var Vigdís húsfreyja, f. 5. ágúst 1822 á Syðri-Hömrum, d. 23. apríl 1893, Sigurðardóttir bónda þar, f. 8. maí 1790, d. 10. janúar 1833, Jónssonar, og konu Sigurðar, Kristínar húsfreyju, f. 28. maí 1798, d. 15. nóvember 1832, Jónsdóttur.
Móðir Kristjönu Þóreyjar og kona Jóhanns á Efri-Hömrum var Sigrún húsfreyja, f. 27. júlí 1861 á Kvíarholti í Holtum, d. 31. júlí 1951, Þórðardóttir bónda í Kvíarholti, Mykjunesi og Króki í Holtum, f. 15. maí 1827, d. 11. apríl 1892, Þórðarsonar bónda á Syðri-Hömrum í Holtum, f. 1. júlí 1793, d. 15. nóvember 1875, Jónssonar, og konu Þórðar Jónssonar, Margrétar húsfreyju, f. 19. maí 1791, d. 28. febrúar 1873, Jónsdóttur.
Móðir Sigrúnar á Efri-Hömrum og kona Þórðar Þórðarsonar var Steinunn húsfreyja, f. 27. júli 1830 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, d. 17. nóvember 1900, Stefánsdóttir bónda á Eystri Kirkjubæ og víðar, f. 1. nóvember 1791, d. 18. júní 1845, Brynjólfssonar bónda á Vestri-Kirkjubæ, skírður 23. júní 1759, d. 24. desember 1841, Stefánssonar og konu Brynjólfs, Helgu húsfreyju, skírð 20. ágúst 1766, d. 16. apríl 1841, Jónsdóttur.
Móðir Steinunnar á Eystri-Kirkjubæ og kona Stefáns var Guðrún húsfreyja, f. 5. mars 1790, d. 10. desember 1868, Jónsdóttir bónda á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, f. 1743, d. 16. apríl 1841, Einarssonar, og konu Jóns Einarssonar, Guðlaugar Jónsdóttur.
Börn Sigrúnar og Jóhanns - í Eyjum:
1. Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir, f. 23. október 1884, d. 9. desember 1968.
2. Kristjana Þórey Jóhannsdóttir, f. 8. júní 1891, d. 21. mars 1969.
Kristjana var með foreldrum sínum í fyrstu, en þau hættu búskap á Efri-Hömrum. Hún var í Keflavík 1909, var vetrarstúlka í Reykjavík 1910.
Þau Magnús giftu sig 1915 í Eyjum, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Steinholti við Kirkjuveg 9a 1916, á Reyni við Bárustíg 5 1918 og á Jaðri við Vestmannabraut 6 1920.
Magnús var formaður á bátnum Ceres, er hann fórst fyrir sunnan Bjarnarey 2. mars 1920.
Kristjana flutti að Brautarholti, var þar 1924. Þá flutti hún úr bænum.
Hún bjó síðast í Máfahlíð 26 og lést 1969.
I. Maður Kristjönu Þóreyjar, (24. desember 1915 í Eyjum), var Magnús Hjörleifsson frá Norðfirði, sjómaður, skipstjóri, f. 5. febrúar 1891, drukknaði 2. mars 1920.
Börn þeirra:
1. Sigrún Inga Magnúsdóttir bókbindari í Reykjavík, f. 28. febrúar 1916 í Steinholti, d. 13. október 2010, ógift.
2. Kristinn Hjörleifur Magnússon skipstjóri í Sandgerði, f. 13. apríl 1918 á Reyni, d. 3. júlí 1984. Kona hans Ingibjörg Steinunn Eyjólfsdóttir.
3. Magnea Dóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1920 á Jaðri, d. 31. desember 2003.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.