Sigrún Inga Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigrún Inga Magnúsdóttir.

Sigrún Inga Magnúsdóttir frá Jaðri, bókbindari fæddist 28. febrúar 1916 í Steinholti og lést 13. október 2010 á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Magnús Hjörleifsson frá Norðfirði, skipstjóri á Ceres, f. 5. febrúar 1891, drukknaði 2. mars 1920, og kona hans Kristjana Þórey Jóhannsdóttir frá Efri-Hömrum í Ásahreppi, Rang., f. 8. júní 1891, d. 21. mars 1969.

Börn Kristjönu og Magnúdar voru:
1. Sigrún Inga Magnúsdóttir bókbindari í Reykjavík, f. 28. febrúar 1916 í Steinholti, d. 13. október 2010, ógift.
2. Kristinn Hjörleifur Magnússon skipstjóri í Sandgerði, f. 13. apríl 1918 á Reyni, d. 3. júlí 1984. Kona hans Ingibjörg Steinunn Eyjólfsdóttir.
3. Magnea Dóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1920 á Jaðri, d. 31. desember 2003.

Sigrún var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hennar drukknaði, er hún var fjögurra ára. Hún var með móður sinni á Jaðri og í Brautarholti og flutti með henni úr bænum 1925.
Hún vann ýmis störf, var í vistum, við saumaskap og lengst við bókband í Prentsmiðjunni Odda.
Síðust tíu ár sín dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík.
Hún lést 2010, ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.