Magnea Dóra Magnúsdóttir
Magnea Dóra Magnúsdóttir húsfreyja fæddist 25. nóvember 1920 á Jaðri við Vestmannabraut 6 og lést 31. desember 2003 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Magnús Hjörleifsson frá Norðfirði, skipstjóri á Ceres, f. 5. febrúar 1891, drukknaði 2. mars 1920, og kona hans Kristjana Þórey Jóhannsdóttir frá Efri-Hömrum í Ásahreppi, Rang., f. 8. júní 1891, d. 21. mars 1969.
Börn Kristjönu og Magnúdar voru:
1. Sigrún Inga Magnúsdóttir bókbindari í Reykjavík, f. 28. febrúar 1916 í Steinholti, d. 13. október 2010, ógift.
2. Kristinn Hjörleifur Magnússon skipstjóri í Sandgerði, f. 13. apríl 1918 á Reyni, d. 3. júlí 1984. Kona hans Ingibjörg Steinunn Eyjólfsdóttir.
3. Magnea Dóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1920 á Jaðri, d. 31. desember 2003.
Magnea Dóra fæddist eftir dauða föður síns. Hún var með móður sinni á Jaðri og í Brautarholti, flutti til Sandgerðis á Miðnesi um tíu ára aldur, var þar hjá frændfólki sínu í Hjarðarholti og Sandvík, gekk þar í barnaskóla og bjó þar til tvítugs. Þá flutti hún til Reykjavíkur. Hún vann m.a. í síldarverkun á Siglufirði.
Magnea lauk námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og vann í Hattabúð Soffíu Pálmadóttur á árunum 1942-1950.
Þau Jón giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana. Þau byggðu hús við Tjarnargötu í Sandgerði og bjuggu þar síðan.
Jón lést 1990.
Magnea Dóra flutti á Seltjarnarnes 1990 og á Grandaveg 1993 og bjó þar síðan.
Hún lést 2003.
I. Maður Magneu Dóru, (11. nóvember 1950), var Jón Kristján Jónsson útgerðarstjóri Miðness í Sandgerði, f. 6. maí 1920, d. 26. september 1990. Foreldrar hans voru Jón Gunnlaugsson bóndi á Bræðraparti á Akranesi, f. 16. júlí 1868 á Þverfelli í Lundarreykjadal í Borg., d. 26. mars 1956, og Guðlaug Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1882 í Vesturhópshólasókn í V.-Hún, d. 13. febrúar 1961.
Börn þeirra:
1. Andvana fædd stúlka 1. mars 1951.
2. Ingunn Guðlaug Jónsdóttir ritari, f. 17. apríl 1952. Barnsfaðir hennar Ragnar Guðjón Gunnlaugsson. Barnsfaðir hennar Hilmar Magni Gunnarsson.
3. Kristjana Jónsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 14. febrúar 1955, ógift.
4. Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur, f. 22. apríl 1960. Maður hennar Sigurður Árni Þórðarson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 9. janúar 2004. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.