Gunnlaugur Sigurðsson (Hruna)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. febrúar 2018 kl. 12:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. febrúar 2018 kl. 12:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnlaugur Sigurðsson frá Hruna, sjómaður fæddist 20. maí 1921 að Reynifelli við Vesturveg 15b og lést 29. nóvember 1963.
Foreldrar hans voru Sigurður Þorleifsson verkamaður, f. 16. ágúst 1886 á Á á Síðu, V-Skaft., d. 15. maí 1969, og kona hans Margrét Vigdís Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1898 í Uppsalakoti á Svarfaðardal, Eyjafj.s., d. 19. júlí 1965.

ctr
Börnin í Hruna með foreldrum sínum.
Aftari röð frá vinstri (þrjú börn): Una, Sigríður og Gunnlaugur.
Fremri röð frá vinstri (sex börn og foreldrarnir): Eiríkur, Einara, Fjóla, Pálína, Rósa og Margrét.

Börn Margrétar og Sigurðar:
1. Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 að Reynifelli við Vesturveg 15b, d. 29. nóv. 1963.
2. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. í Nikhól við Hásteinsveg 22. júní 1922, d. 22. september 2004.
3. Una Guðrún Rósamunda Sigurðardóttir húsfreyja, f. að Eiðum við Kirkjuveg 6. ágúst 1923, d. 30. apríl 1978.
4. Margrét Þorleifsdóttir Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. febr. 1924 í Sjávarborg við Sjómannasund, d. 26. janúar 2012.
5. Ármann Sigurðsson, f. 6. febrúar 1927 í Sjávarborg, d. 27. mars 1927.
6. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1928 í Hruna við Miðstræti, d. 8. nóvember 2013.
7. Pálína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. okt. 1929 í Hruna.
8. Eiríkur Sigurðsson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður, bifreiðastjóri f. 31. jan. 1931 í Hruna, d. 28. nóvember 2007.
9. Oddný Sigurrós Sigurðardóttir (Rósa) húsfreyja, f. 1. okt. 1933 í Hruna, d. 25. febrúar 2013.
10. Einara Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. jan. 1936 í Hruna.
Barn Margrétar:
12. Pétur Sveinsson, f. 16. maí 1918 í Baldurshaga á Fáskrúðsfirði, bifreiðastjóri, síðast í Reykjavík, d. 8. september 1985.
Fósturbarn þeirra, dóttir Unu, er
13. Þorgerður Sigurvinsdóttir húsfreyja í Eyjum, síðar í Kópavogi, f. 8. október 1943.

Gunnlaugur var með foreldum sínum fyrstu ár sín, var með þeim 1927, en var sendur í fóstur að Langholti í Meðalland og var þar 1930.
Þau Jóhanna bjuggu á Kirkjubóli í Eyjum 1944, voru í Kópavogi 1947, en voru komin til Eyja 1948, bjuggu í Hruna með tvö börn sín. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 7 1950 og 1954 við andlát Jóhönnu Bjarnheiðar.
Gunnlaugur drukknaði, þegar v/s Hólmanes fórst 29. nóv. 1963.

I. Kona Gunnlaugs var Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir frá Miðgrund u. Eyjafjöllum, f. 11. mars 1920, d. 20. nóvember 1954.
Börn þeirra:
1. Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 9. apríl 1944 á Kirkjubóli. Hún var með föður sínum eftir lát móður sinnar. Maður hennar er Hafsteinn Reynir Magnússon.
2. Hróbjartur Jón Gunnlaugsson, f. 20. október 1947 í Kópavogi. Hann fór í fóstur að Mið-Grund u. Eyjafjöllum til móðurforeldra sinna. Hann býr í Reykjavík.
3. Sigríður Vigdís Gunnlaugsdóttir Clark húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 22. júní 1950 á Hásteinsvegi 7. Eftir lát móður sinnar var hún fóstruð hjá Jónu Öldu Illugadóttur og Páli Guðmundssyni verslunarstjóra.
4. Pálína Guðbjörg Gunnlaugsdóttir í Eyjum, ógift, f. 18. júlí 1951 á Hásteinsvegi 7, d. 29. janúar 1984. Hún var fóstruð í Hlíðardal hjá skyldfólki sínu, Guðjóni Jónssyni skipstjóra og síðari konu hans Rannveigu Eyjólfsdóttur húsfreyju, en hún var afasystir hennar.
5. Rannveig Hrefna Gunnlaugsdóttir húsfreyja, starfsmaður á öldrunarstofnun, f. 5. nóvember 1952 að Hásteinsvegi 7. Fósturmóðir hennar var Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja á Kvíhólma u. Eyjafjöllum, frænka hennar, f. 5. júlí 1912, d. 1. desember 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.