Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Keflavík fæddist 9. apríl 1944 á Kirkjubóli.
Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson frá Hruna, sjómaður, f. 20. maí 1921 á Reynifelli, drukknaði 29. nóvember 1963, og kona hans Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 11. mars 1920, d. 20. nóvember 1954 í Eyjum.

Börn Jóhönnu og Gunnlaugs:
1. Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 9. apríl 1944 á Kirkjubóli. Maður hennar Hafsteinn Reynir Magnússon.
2. Hróbjartur Jón Gunnlaugsson, býr í Reykjavík, f. 20. október 1947 í Kópavogi, ókvæntur.
3. Sigríður Vigdís Gunnlaugsdóttir Clark húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 22. júní 1950 á Hásteinsvegi 7. Maður hennar var Ralph Clark.
4. Pálína Guðbjörg Gunnlaugsdóttir í Eyjum, ógift, f. 18. júlí 1951 á Hásteinsvegi 7, d. 29. janúar 1984.
5. Rannveig Hrefna Gunnlaugsdóttir húsfreyja, starfsmaður á öldrunarstofnun, f. 5. nóvember 1952 að Hásteinsvegi 7. Maður hennar var Guðjón Árnason. Sambýlismaður hennar var Vilmundur Kristinsson.

Margrét var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Margrét var á ellefta árinu. Hún var með þeim á Kirkjubóli, í Kópavogi, Hruna við Miðstræti 9B og á Hásteinsvegi 7
Þau Hafsteinn giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau hafa búið í Njarðvík.

I. Maður Margrétar Þóreyjar er Hafsteinn Reynir Magnússon vélstjóri, pípulagningameistari í Njarðvík, f. 16. september 1906 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Helgi Magnús Sigurjónsson sjómaður, f. 16. september 1906 í Hafnarfirði, d. 3. ágúst 1960, og Kristín Helga Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1911 í Ólafsvík, d. 28. ágúst 2008.
Börn þeirra:
1. Magnús Hafsteinsson, f. 26. febrúar 1962.
2. Gunnlaugur Hafsteinsson, f. 25. nóvember 1964.
3. Jóhanna Kristín Hafsteinsdóttir, f. 24. febrúar 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.