Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir
Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Keflavík fæddist 9. apríl 1944 á Kirkjubóli.
Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson frá Hruna, sjómaður, f. 20. maí 1921 á Reynifelli, drukknaði 29. nóvember 1963, og kona hans Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 11. mars 1920, d. 20. nóvember 1954 í Eyjum.
Börn Jóhönnu og Gunnlaugs:
1. Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 9. apríl 1944 á Kirkjubóli. Maður hennar Hafsteinn Reynir Magnússon.
2. Hróbjartur Jón Gunnlaugsson, býr í Reykjavík, f. 20. október 1947 í Kópavogi, ókvæntur.
3. Sigríður Vigdís Gunnlaugsdóttir Clark húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 22. júní 1950 á Hásteinsvegi 7. Maður hennar var Ralph Clark.
4. Pálína Guðbjörg Gunnlaugsdóttir í Eyjum, ógift, f. 18. júlí 1951 á Hásteinsvegi 7, d. 29. janúar 1984.
5. Rannveig Hrefna Gunnlaugsdóttir húsfreyja, starfsmaður á öldrunarstofnun, f. 5. nóvember 1952 að Hásteinsvegi 7. Maður hennar var Guðjón Árnason. Sambýlismaður hennar var Vilmundur Kristinsson.
Margrét var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Margrét var á ellefta árinu. Hún var með þeim á Kirkjubóli, í Kópavogi, Hruna við Miðstræti 9B og á Hásteinsvegi 7
Þau Hafsteinn giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau hafa búið í Njarðvík.
I. Maður Margrétar Þóreyjar er Hafsteinn Reynir Magnússon vélstjóri, pípulagningameistari í Njarðvík, f. 16. september 1906 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Helgi Magnús Sigurjónsson sjómaður, f. 16. september 1906 í Hafnarfirði, d. 3. ágúst 1960, og Kristín Helga Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1911 í Ólafsvík, d. 28. ágúst 2008.
Börn þeirra:
1. Magnús Hafsteinsson, f. 26. febrúar 1962.
2. Gunnlaugur Hafsteinsson, f. 25. nóvember 1964.
3. Jóhanna Kristín Hafsteinsdóttir, f. 24. febrúar 1966.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Magnús Haraldsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.