Pálína Sigurðardóttir (Hruna)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Rafn og Pálína með Kristján Sigurð.

Pálína Sigurðardóttir frá Hruna, húsfreyja fæddist þar 22. október 1929.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þorleifsson verkamaður, f. 16. ágúst 1886 á Á á Síðu, V-Skaft., d. 15. maí 1969, og kona hans Margrét Vigdís Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1898 í Uppsalakoti á Svarfaðardal, Eyjafj.s., d. 19. júlí 1965.









ctr
Börnin í Hruna með foreldrum sínum.
Aftari röð frá vinstri (þrjú börn): Una, Sigríður og Gunnlaugur
Fremri röð frá vinstri (sex börn og foreldrarnir): Eiríkur, Einara, Fjóla, Pálína, Rósa og Margrét.

Börn Margrétar og Sigurðar:
1. Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 að Reynifelli við Vesturveg 15b, d. 29. nóv. 1963.
2. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. í Nikhól við Hásteinsveg 22. júní 1922, d. 22. september 2004.
3. Una Guðrún Rósamunda Sigurðardóttir húsfreyja, f. í Nikhól 6. ágúst 1923, d. 30. apríl 1978.
4. Margrét Þorleifsdóttir Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. febr. 1924 í Sjávarborg við Sjómannasund, d. 26. janúar 2012.
5. Ármann Sigurðsson, f. 6. febrúar 1927 í Sjávarborg, d. 27. mars 1927.
6. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1928 í Hruna við Miðstræti, d. 8. nóvember 2013.
7. Pálína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. okt. 1929 í Hruna.
8. Eiríkur Sigurðsson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður, bifreiðastjóri f. 31. jan. 1931 í Hruna, d. 28. nóvember 2007.
9. Oddný Sigurrós Sigurðardóttir (Rósa) húsfreyja, f. 1. okt. 1933 í Hruna, d. 25. febrúar 2013.
10. Einara Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. jan. 1936 í Hruna, d. 6. apríl 2024.
Barn Margrétar:
11. Pétur Sveinsson, f. 16. maí 1918 í Baldurshaga á Fáskrúðsfirði, bifreiðastjóri, síðast í Reykjavík, d. 8. september 1985.
Fósturbarn þeirra, dóttir Unu, er
12. Þorgerður Sigurvinsdóttir húsfreyja í Eyjum, síðar í Kópavogi, f. 8. október 1943.

Pálína var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Rafn giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Faxastíg 5 í fyrstu. Þar fæddist Kristján Sigurður 1948. Þau voru á Hásteinsvegi 21, Höfða með Kristjáni Sigurði 1949. Þar bjuggu til 1959, en síðan að Brimhólabraut 25. Þar bjuggu þau er Rafn lést 1972.
Pálína fluttist úr Eyjum við Gos og á Seltjarnarnes 1986, býr á Miðbraut 4.

I. Maður Pálínu, (25. desember 1947), var Rafn Kristjánsson útgerðarmaður og skipstjóri frá Flatey á Skjálfanda, f. 19. maí 1924, d. 4. desember 1972.
Börn þeirra:
1. Kristján Sigurður Rafnsson, f. 9. júlí 1948, d. 3. september 1996. Kona hans var Árný Kristbjörg Árnadóttir.
2. Hugrún Rafnsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Kópavogi, f. 29. júní 1954. Maður hennar er Björn Erik Westergren
3. Vigdís Rafnsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 7. júlí 1958. Maður hennar er Guðni Georgsson, sonur Ásu Valtýsdóttur og Georgs Sigurðssonar.
4. Rafn Rafnsson atvinnurekandi í Danmörku, f. 18. júní 1962. Kona hans er Hólmfríður Helga Helgadóttir.
5. Páll Rafnsson íþróttakennari, f. 16. ágúst 1965. Hann býr á Réunion eyju í Indlandshafi, kvæntur franskri konu.
6. Sigmar Rafnsson, f. 6. janúar 1967. Öryrki.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.