„Guðríður Hallvarðsdóttir“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Guðríður Hallvarðsdóttir''' húsfreyja á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] fæddist 24. febrúar 1826 í Stóra-Dal u. Eyjafjöllum og lést 10. desember 1906.<br> | '''Guðríður Hallvarðsdóttir''' húsfreyja á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] fæddist 24. febrúar 1826 í Stóra-Dal u. Eyjafjöllum og lést 10. desember 1906.<br> | ||
=Ætt og uppruni= | |||
Faðir hennar var Hallvarður bóndi í Neðri-Dal, f. 12. desember 1791 í Hryggjum í Mýrdal, d. 4. júlí 1872 í Neðri-Dal undir Eyjafjöllum, Jónsson bónda á Hryggjum, f. 1751, d. 7. september 1827 í Hólakoti, Magnússonar (etv. bóndi í Garðakoti í Mýrdal, f. 1704, Jónssonar).<br> | Faðir hennar var Hallvarður bóndi í Neðri-Dal, f. 12. desember 1791 í Hryggjum í Mýrdal, d. 4. júlí 1872 í Neðri-Dal undir Eyjafjöllum, Jónsson bónda á Hryggjum, f. 1751, d. 7. september 1827 í Hólakoti, Magnússonar (etv. bóndi í Garðakoti í Mýrdal, f. 1704, Jónssonar).<br> | ||
Móðir Hallvarðs og kona Jóns bónda var Vigdís húsfreyja, f. 1763, d. 3. mars 1813 í Garðakoti í Mýrdal, Guðmundsdóttir bónda í Pétursey, d. 1785, Jónssonar og óþekktrar konu hans.<br> | Móðir Hallvarðs og kona Jóns bónda var Vigdís húsfreyja, f. 1763, d. 3. mars 1813 í Garðakoti í Mýrdal, Guðmundsdóttir bónda í Pétursey, d. 1785, Jónssonar og óþekktrar konu hans.<br> | ||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Systir Guðríðar var [[Sigríður Hallvarðsdóttir (Vesturhúsum)|Sigríður Hallvarðsdóttir]] húsfreyja á [[Vesturhús]]um. | Systir Guðríðar var [[Sigríður Hallvarðsdóttir (Vesturhúsum)|Sigríður Hallvarðsdóttir]] húsfreyja á [[Vesturhús]]um. | ||
=Lífsferill= | |||
Guðríður var í heimahúsum 1845. Hún giftist [[Björn Einarsson (Kirkjubæ)|Birni Einarssyni]], síðar bónda á Kirkjubæ 18. október 1855. <br> | Guðríður var í heimahúsum 1845. Hún giftist [[Björn Einarsson (Kirkjubæ)|Birni Einarssyni]], síðar bónda á Kirkjubæ 18. október 1855. <br> | ||
Þau Björn fluttust frá Forsæti í Landeyjum að [[Sjólyst]] í Eyjum 1860 og með þeim [[Guðbjörg Björnsdóttir (Norður-Gerði)|Guðbjörg]] 6 ára og [[Finnbogi Björnsson |Finnbogi]] 4 ára, en árið 1861 fluttust þau að [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] (4. býli) og bjuggu þar meðan Björn lifði (til 1884).<br> | Þau Björn fluttust frá Forsæti í Landeyjum að [[Sjólyst]] í Eyjum 1860 og með þeim [[Guðbjörg Björnsdóttir (Norður-Gerði)|Guðbjörg]] 6 ára og [[Finnbogi Björnsson |Finnbogi]] 4 ára, en árið 1861 fluttust þau að [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] (4. býli) og bjuggu þar meðan Björn lifði (til 1884).<br> |
Útgáfa síðunnar 29. júní 2015 kl. 21:20
Guðríður Hallvarðsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 24. febrúar 1826 í Stóra-Dal u. Eyjafjöllum og lést 10. desember 1906.
Ætt og uppruni
Faðir hennar var Hallvarður bóndi í Neðri-Dal, f. 12. desember 1791 í Hryggjum í Mýrdal, d. 4. júlí 1872 í Neðri-Dal undir Eyjafjöllum, Jónsson bónda á Hryggjum, f. 1751, d. 7. september 1827 í Hólakoti, Magnússonar (etv. bóndi í Garðakoti í Mýrdal, f. 1704, Jónssonar).
Móðir Hallvarðs og kona Jóns bónda var Vigdís húsfreyja, f. 1763, d. 3. mars 1813 í Garðakoti í Mýrdal, Guðmundsdóttir bónda í Pétursey, d. 1785, Jónssonar og óþekktrar konu hans.
Móðir Guðríðar og kona Hallvarðs var Ingibjörg húsfreyja, f. 1795 í Stóru-Mörk í Stóradalssókn, d. 14. apríl 1846 þar, Jóns bónda og hreppstjóra í Stóru-Mörk, f. 1755 í Mið-Mörk, d. 25. maí 1822, Guðmundssonar bónda í Stóru-Mörk, f. 1714, Ögmundssonar og konu Jóns hreppstjóra, Sigríðar húsfreyju, f. 1763 á Felli í Suðursveit, A-Skaft., d. um 1816, Jónsdóttur Sigurðssonar sýslumanns Stefánssonar.
Móðir Jóns hreppstjóra og barnsmóðir Guðmundar Ögmundssonar var Ingiríður, síðar gift Þórði Sighvatssyni að Hlíðarhúsum í Reykjavík, f. 1731, d. 4. maí 1800, Ólafsdóttir.
Systir Guðríðar var Sigríður Hallvarðsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum.
Lífsferill
Guðríður var í heimahúsum 1845. Hún giftist Birni Einarssyni, síðar bónda á Kirkjubæ 18. október 1855.
Þau Björn fluttust frá Forsæti í Landeyjum að Sjólyst í Eyjum 1860 og með þeim Guðbjörg 6 ára og Finnbogi 4 ára, en árið 1861 fluttust þau að Kirkjubæ (4. býli) og bjuggu þar meðan Björn lifði (til 1884).
Börn og nokkrir afkomendur Björns og Guðríðar:
- Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja í Norður-Gerði, f. 28. júní 1854, kona Jóns Jónssonar í Norður-Gerði, f. 25. júlí 1853 (22. júlí 1854 í prþjb.), en þau voru foreldrar Jónínu Ingibjargar húsfreyju í Norður-Gerði og Björns Eiríks bónda í Norður-Gerði; og þau Guðbjörg og Jón voru fósturforeldrar Magnúsar á Hrafnabjörgum.
- Finnbogi Björnsson.
- Guðjón Björnsson bóndi á Kirkjubóli, f. 1. maí 1862, maður Ólafar Lárusdóttur, en þau voru foreldrar Þórðar, Guðjóns Bergs, Friðriks Björns og Láru húsfreyju á Kirkjulandi, konu Björns Finnbogasonar.
- Ingibjörg Björnsdóttir húsfreyja í Pétursborg, f. 1. september 1867, kona Sigurðar Vigfússonar, en þau voru foreldrar Guðríðar Bjargar, Vigfúsar, Hallvarðs, Finnboga, Gunnars, Björns, Jóns og Lilju.
Heimildir
- Lára Halla Jóhannesdóttir frá Kirkjulundi vann rannsóknir á prestþjónustubókum, manntölum og ættartölum, en mikið skrifaði hún eftir móður sinni Öldu Björnsdóttur fyrrum húsfreyju að Kirkjulundi, en Víglundur Þór Þorsteinsson skrifaði á Heimaslóð.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.