Lára Halla Jóhannesdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Lára Halla Jóhannesdóttir.

Lára Halla Jóhannesdóttir frá Kirkjulundi, húsfreyja, talsímakona, skrifstofumaður fæddist 25. október 1935 á Kirkjulandi og lést 9. júní 2022 á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Brynjólfsson verslunarmaður, forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973, og kona hans Þórunn Alda Björnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 20. apríl 1915 á Kirkjulandi, d. 9. desember 2012.

Börn Öldu og Jóhannesar:
Börn þeirra:
1. Lára Halla Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 25. október 1935 á Kirkjulandi, d. 9. júní 2022. Maður hennar er Páll Sigurðarson járnsmiður.
2. Birna Valgerður Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 10. október 1937 á Urðavegi 43, Skálholti, d. 22. október 2019. Maður hennar var Jóhann Ingi Einarsson frá Götu, pípulagningameistari, látinn.
3. Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 8. apríl 1940 á Hásteinsvegi 5. Maður hennar er Sigurjón Adolf Bjarnason stórkaupmaður.
4. Jóhannes Sævar Brynjólfsson pípulagningameistari, slökkviliðsmaður, atvinnurekandi, umsjónarmaður, f. 15. júlí 1941 á Hásteinsvegi 5, d. 20. mars 2008. Kona hans var Ágústa Guðfinna María Ágústsdóttir sjúkraliði.
5. Brynjólfur Jóhannesson sjúkrahússstarfsmaður, f. 21. júní 1953 í Sjúkrahúsinu. Kona hans er María Björg Filippusdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður.

Lára Halla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í biblíuskólanum á Fjellhaug í Noregi, er hún var 17 ára, lauk námi í Garðyrkjuskólanum að Reykjum við Hveragerði.
Lára Halla vann á Símstöðinni í Eyjum og Reykjavík, en lengst starfaði hún á skrifstofu Garðyrkjufélags Íslands.
Hún hafði sérstakan áhuga á ættfræði, einkum kannaði hún hinar víðfeðmu ættir sínar í Eyjum og stuðlaði að því að koma miklum fróðleik um þær á vefinn heimaslod.is.
Lára Halla söng með Selkórnum og kirkjukór Seltjarnarnesskirkju, sat í basarnefnd KFUK og tók þátt í starfi kvenfélagsins Seltjarnar og félagi Soroptimista.
Þau Páll byggðu sumarhúsið Ártún í Eyrarskógi í Svínadal og ræktuðu jörðina.
Þau Páll giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengi við Látraströnd á Seltjarnarnesi.

I. Maður Láru Höllu, (30. maí 1959 í Eyjum), er Páll Sigurðarson frá Hraungerði í Flóa, járnsmiður, garðyrkjumaður, veghefilsstjóri, f. þar 20. ágúst 1934.
Börn þeirra:
1. Sigurður Pálsson húsasmiður, verslunarmaður, f. 24. ágúst 1960. Kona hans var Nanna Björk Filippusdóttir, látin.
2. Alda Pálsdóttir kennari, forstöðukona, f. 24. september 1961. Fyrrum maður hennar Helgi Örn Helgason.
3. Jóhannes Gunnar Pálsson dansari, fjársýslumaður, f. 26. nóvember 1963. Kona hans Hyeyoung Kim.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.