Lára Halla Jóhannesdóttir
Lára Halla Jóhannesdóttir frá Kirkjulundi, húsfreyja, talsímakona, skrifstofumaður fæddist 25. október 1935 á Kirkjulandi og lést 9. júní 2022 á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Brynjólfsson verslunarmaður, forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973, og kona hans Þórunn Alda Björnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 20. apríl 1915 á Kirkjulandi, d. 9. desember 2012.
Börn Öldu og Jóhannesar:
Börn þeirra:
1. Lára Halla Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 25. október 1935 á Kirkjulandi, d. 9. júní 2022. Maður hennar er Páll Sigurðarson járnsmiður.
2. Birna Valgerður Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 10. október 1937 á Urðavegi 43, Skálholti, d. 22. október 2019. Maður hennar var Jóhann Ingi Einarsson frá Götu, pípulagningameistari, látinn.
3. Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 8. apríl 1940 á Hásteinsvegi 5. Maður hennar er Sigurjón Adolf Bjarnason stórkaupmaður.
4. Jóhannes Sævar Brynjólfsson pípulagningameistari, slökkviliðsmaður, atvinnurekandi, umsjónarmaður, f. 15. júlí 1941 á Hásteinsvegi 5, d. 20. mars 2008. Kona hans var Ágústa Guðfinna María Ágústsdóttir sjúkraliði.
5. Brynjólfur Jóhannesson sjúkrahússstarfsmaður, f. 21. júní 1953 í Sjúkrahúsinu. Kona hans er María Björg Filippusdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður.
Lára Halla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í biblíuskólanum á Fjellhaug í Noregi, er hún var 17 ára, lauk námi í Garðyrkjuskólanum að Reykjum við Hveragerði.
Lára Halla vann á Símstöðinni í Eyjum og Reykjavík, en lengst starfaði hún á skrifstofu Garðyrkjufélags Íslands.
Hún hafði sérstakan áhuga á ættfræði, einkum kannaði hún hinar víðfeðmu ættir sínar í Eyjum og stuðlaði að því að koma miklum fróðleik um þær á vefinn heimaslod.is.
Lára Halla söng með Selkórnum og kirkjukór Seltjarnarnesskirkju, sat í basarnefnd KFUK og tók þátt í starfi kvenfélagsins Seltjarnar og félagi Soroptimista.
Þau Páll byggðu sumarhúsið Ártún í Eyrarskógi í Svínadal og ræktuðu jörðina.
Þau Páll giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengi við Látraströnd á Seltjarnarnesi.
I. Maður Láru Höllu, (30. maí 1959 í Eyjum), er Páll Sigurðarson frá Hraungerði í Flóa, járnsmiður, garðyrkjumaður, veghefilsstjóri, f. þar 20. ágúst 1934, d. 9. júní 2023.
Börn þeirra:
1. Sigurður Pálsson húsasmiður, verslunarmaður, f. 24. ágúst 1960. Kona hans var Nanna Björk Filippusdóttir, látin.
2. Alda Pálsdóttir kennari, forstöðukona, f. 24. september 1961 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Helgi Örn Helgason.
3. Jóhannes Gunnar Pálsson dansari, fjársýslumaður, f. 26. nóvember 1963. Kona hans Hyeyoung Kim.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 23. júní 2022. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.