„Ólafur Erlendsson (Landamótum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Ólafur Erlendsson (Landamótum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 24. október 2022 kl. 16:59

Ólafur Jónsson Erlendsson frá Landamótum við Vesturveg 3a, kaupmaður, verkstjóri, húsvörður fæddist þar 4. ágúst 1918 og lést 11. október 1974 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Erlendur Kristjánsson útgerðarmaður, skósmiður, trésmiður, f. 7. desember 1887 á Voðmúlastöðum í A.-Landeyjum, d. 11. október 1931, og síðari kona hans Geirlaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1891 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 17. júlí 1963.

Börn Geirlaugar og Ólafs Jónssonar:
1. Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. nóvember 1911, d. 23. mars 2004.
2. Guðjón Ólafsson skipstjóri á Landamótum, f. 30. janúar 1915, d. 4. maí 1992.
Barn Geirlaugar og Erlendar Kristjánssonar:
3. Ólafur Jónsson Erlendsson kaupmaður í Turninum, f. 4. ágúst 1918, d. 11. október 1974.
Barn Erlendar Kristjánssonar og Sigríðar Sesselju Einarsdóttur:
4. Einar Magnús Erlendsson húsgagnasmiður, f. 11. janúar 1932, d. 19. júlí 2019.

Ólafur var með móður sinni og föður 1930, með móður sinni 1934 og 1940.
Hann var kröftugur íþróttamaður, varð íslandsmeistari í stangarstökki.
Þeir Rútur Snorrason keyptu Turninn af erfingjum Þorláks á Hofi og ráku hann í nokkur ár. Ólafur seldi sinn hlut Tóta í Turninum og varð verkstjóri hjá Ísfélaginu. Síðan varð hann starfsmaður Tangans og sá um bátakostinn. Ólafur flutti til Reykjavíkur, vann í plastverksmiðju um skeið, varð síðan húsvörður á drykkjumannahæli í Mosfellsbæ. Hann flutti til Reykjavíkur.
Þau Jórunn giftu sig 1945, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Landamótum, byggðu Bakkastíg 7 og bjuggu þar.
Jórunn Þórunn lést 1967 og Ólafur 1974.

ctr
Ólafur Erlendsson og fjölskylda.

I. Kona Ólafs, (1. júlí 1945), var Jórunn Þórunn Sigurðardóttir frá Hafnarnesi í Kolfreyjustaðarsókn í Fáskrúðsfirði, f. 27. október 1925, d. 3. ágúst 1967.
Börn þeirra:
1. Erlendur Geir Ólafsson netagerðarmaður, síðast í Njarðvík, f. 27. ágúst 1945 á Landamótum, d. 16. september 1996. Fyrrum kona hans Guðbjörg Ágústsdóttir. Fyrrum kona hans Jóna Margrét Baldursdóttir.
2. Óskar Ólafsson prentari, f. 20. febrúar 1951 á Bakkastíg 7. Kona hans Jóhanna Ágústsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.