Guðbjörg Ágústsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Ágústsdóttir.

Guðbjörg Ágústsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur fæddist 22. október 1946 í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Ágúst Sveinbjörn Sveinsson Sigurðsson málarameistari, f. 4. júní 1920 í Hafnarfirði, d. 17. desember 1978, og kona hans Elí Möller Nilsen Sigurðsson, frá Grenå á Jótlandi, húsfreyja, f. 7. ágúst 1924, d. 27. janúar 2015.

Systir Guðbjargar er
1. Jóhanna Ágústsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1949.

Guðbjörg varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla verknáms 1962, lauk námi í hjúkrun í H.S.Í. í mars 1968, lauk námi í skurðhjúkrun á Lsp í október 1074.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu í Eyjum 20. mars 1968 til 1. október 1969, skólahjúkrunarfræðingur þar 1. janúar 1970 til 22. janúar 1973, vann á handlækningadeild Lsp febrúar til október 1973, á skurðstofu þar október 1974 til september 1985, sjúkrastofu á Vogi í Rvk frá 1. september 1985 (1988).
Þau Geir giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Hrauntún 29, en skildu.
Þau Felix giftu sig 1976, eignuðust tvö börn, en skildu.

I. Maður Guðbjargar, (1. október 1968, skildu), var Geir Ólafsson frá Landamótum, netagerðarmaður, f. 27. ágúst 1945, d. 16. september 1996.
Barn þeirra:
1. Ólafur Geirsson smiður, umsjónarmaður hjá Reykjavíkurborg, f. 9. júlí 1969. Fyrrum sambúðarkona Ólafs er Erna Sóley Stefánsdóttir.

II. Maður Guðbjargar, (31. desember 1976, skildu), er Felix Felixson trésmiður, f. 23. ágúst 1954. Foreldrar hans Felix Þorsteinsson trésmiður, f. 30. nóvember 1912 að Tjarnarkoti í Þykkvabæ, d. 21. júlí 2000, og kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1918 í Sigluvík í V.-Landeyjum, d. 15. maí 2007.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Felixdóttir, f. 25. júní 1978. Sambúðarmaður Knútur Guðjónsson.
2. Felix Felixson, f. 9. ágúst 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.