Óskar Ólafsson (prentari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Ólafsson frá Bakkastíg 7, prentari fæddist þar 20. febrúar 1951.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson Erlendsson kaupmaður, verkstjóri, afreksmaður í íþróttum, f. 4. ágúst 1918, d. 11. október 1974, og kona hans Jórunn Þórunn Sigurðardóttir frá Hafnarnesi, S.-Múl., húsfreyja, f. 27. október 1925, d. 3. ágúst 1967.

Óskar var með foreldrum sínum.
Hann lærði prentverk í Prentsmiðju Hafsteins í Hólum, varð sveinn 1973. Hann vann í Prentsmiðjunni Eyrúnu frá 1. desember 1969 í 52 ár, var prentsmiðjustjóri í 12 ár. Í Gosinu 1973 vann hann hjá Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri í 2-3 mánuði og í Oddaprentsmiðju. Þá var hann eina vertíð hjá Ísfélaginu.
Þau Jóhanna giftu sig 1971, eignuðust kjörbarn og Jóhanna átti barn fyrir. Þau bjuggu í fyrstu á Bakkastíg 7, síðan við Dverghamar 10.

I. Kona Óskars, (4. júní 1971), er Jóhanna Ágústsdóttir frá Ásgarði í Reykjavík, húsfreyja, f. 4. október 1949.
Barn Jóhönnu:
1. Geir Sigurðsson prófessor við Háskóla Íslands, f. 13. janúar 1969. Kona hans Vilma, litháensk.
Kjörbarn hjónanna:
2. Kristín Ósk Óskarsdóttir þroskaþjálfi í Eyjum, f. 21. apríl 1981. Fyrrum maður hennar Jón Helgi Sveinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.