Jóhanna Ágústsdóttir (Bakkastíg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Ágústsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja fæddist 4. október 1949.
Foreldrar hennar voru Ágúst Sveinbjörn Sveinsson Sigurðsson málarameistari, f. 4. júní 1920 í Hafnarfirði, d. 17. desember 1978, og kona hans Elí Möller Nilsen Sigurðsson, frá Grenå á Jótlandi, húsfreyja, f. 7. ágúst 1924, d. 27. janúar 2015.

Systir Jóhönnu er Guðbjörg Ágústsdóttir fyrrum húsfreyja í Hrauntúni 29, f. 22. oktober 1946. Fyrrum maður hennar Erlendur Geir Ólafsson.

Jóhanna eignaðist barn með Sigurði Ólafi 1969.
Þau Óskar giftu sig 1971, eignuðust eitt kjörbarn og Jóhanna átti eitt barn áður. Þau bjuggu á Bakkastíg 7 og Dverghamri 10. Jóhanna dvelur í Hraunbúðum.

I. Barnsfaðir Jóhönnu er Sigurður Ólafur Gunnarsson, f. 29. júlí 1950.
Barn þeirra:
1. Geir Sigurðsson prófessor við Háskola Íslands, f. 13. janúar 1969. Kona hans Vilma, litháensk.

II. Maður Jóhönnu, (4. júní 1971), er Óskar Ólafsson frá Bakkastíg 7, prentari, f. 20. febrúar 1951.
Kjörbarn hjónanna:
1. Kristín Ósk Óskarsdóttir þroskaþjálfi í Eyjum, f. 21. apríl 1981. Fyrrum maður hennar Jón Helgi Sveinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Google.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Óskar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.