Erlendur Kristjánsson (Landamótum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Erlendur Kristjánsson útgerðarmaður, skósmiður, trésmiður á Landamótum fæddist 7. desmber 1887 á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum og lést 11. október 1931.
Foreldrar hans voru Kristján Fídelíus Jónsson bóndi á Voðmúlastöðum og í Auraseli, f. 23. mars 1857, d. 4. maí 1937, og kona hans Bóel Erlendsdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1857, d. 2. september 1936.

Börn Bóelar og Kristjáns í Eyjum voru:
1. Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja á Sólheimum, síðar á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 30. september 1885, d. 12. mars 1958.
2. Guðleif Kristjánsdóttir húsfreyja á Jaðri, f. 13. október 1886, d. 22. janúar 1917.
3. Erlendur Kristjánsson smiður á Landamótum, f. 7. desember 1887, d. 11. september 1931.
4. Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja á Ekru, síðan í Reykjavík, f. 23. júní 1889, d. 8. júní 1960.
5. Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 27. desember 1891, d. 5. október 1970.
6. Nói Kristjánsson trésmiður, skósmiður á Sólheimum, f. 14. janúar 1894, d. 21. nóvember 1966.

Erlendur var með foreldrum sínum á Voðmúlastöðum 1890, í Auraseli 1901 og enn 1910.
Þau Hansína fluttust til Eyja 1915, voru leigjendur á Lögbergi 1916-1917.
Hansína lést 1917, og dóttir hennar Unnur Hansína, sem fæddist í nóvember 1916, lést nokkrum vikum síðar.
Erlendur bjó með Geirlaugu Sigurðardóttur á Landamótum 1919, en hún var ekkja eftir Ólaf Jónsson, sem farist hafði með v.b. Íslendingi VE-161 5. janúar 1916.
Þau eignuðust Ólaf 1918, en fyrir átti Geirlaug Sigríði og Guðjón.
Þau Geirlaug giftu sig 1924.
Erlendur lést 1931, en var látinn er Sigríður Sesselja Einarsdóttir ól Einar, barn þeirra, í janúar 1932.

Erlendur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Hansína Steinunn Hansdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1894, d. 23. febrúar 1917.
Barn þeirra var
1. Unnur Hansína Erlendsdóttir, f. 25. nóvember 1916, d. 10. apríl 1917.

II. Síðari kona hans, (30. nóvember 1924), var Geirlaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1891 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 17. júlí 1963.
Barn þeirra var
2. Ólafur Jónsson Erlendsson kaupmaður í Turninum, síðar á Kjalarnesi, f. 4. ágúst 1918, d. 11. október 1974.

III. Barnsmóðir Erlendar var Sigríður Sesselja Einarsdóttir saumakona, f. 26. apríl 1894, d. 29. desember 1987.
Barn þeirra er
3. Einar Magnús Erlendsson húsgagnasmiður, f. 11. janúar 1932, d. 19. júlí 2017. Kona hans Ása Ingibergsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.