Geirlaug Sigurðardóttir (Landamótum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Geirlaug Sigurðardóttir húsfreyja á Landamótum fæddist 12. febrúar 1891 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum og lést 17. júlí 1963.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sæmundsson verkamaður, húsmaður á Kirkjubæ, f. 18. janúar 1845, d. 11. maí 1928 og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. janúar 1857, d. 17. maí 1928.

Geirlaug var með vinnuhjúunum foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Rauðafelli u. Eyjafjöllum 1901, fluttist með þeim til Eyja 1907 frá Hvammi í Mýrdal með sr. Jes A. Gíslasyni og fjölskyldu.
Hún giftist Ólafi Jónssyni 1909 og bjó á Landamótum. Foreldrar hennar bjuggu hjá þeim.
Þau eignuðust börnin Sigríði og Guðjón.
Ólafur fórst með v.b. Íslendingi 1916.
Geirlaug bjó síðan með Erlendi Kristjánssyni smið og eignaðist með honum Ólaf Jónsson (Ólafur Erlendsson í Turninum) 1918. Þau giftu sig 1924.
Erlendur lést 1931.
Geirlaug bjó áfram á Landamótum og lést 1963.

Geirlaug var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Ólafur Jónsson sjómaður, f. 27. ágúst 1883, drukknaði 6. janúar 1916. Hann var bróðir Friðriks Jónssonar á Látrum og Árna Jónssonar í Görðum.
Börn þeirra voru:
1. Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. nóvember 1911, d. 23. mars 2004.
2. Guðjón Ólafsson skipstjóri á Landamótum, f. 30. janúar 1915, d. 4. maí 1992.

II. Síðari maður Geirlaugar var Erlendur Kristjánsson smiður, útgerðarmaður, f. 7. desember 1887, d. 11. október 1931.
Barn þeirra var
3. Ólafur Jónsson Erlendsson kaupmaður í Turninum, síðar á Kjalarnesi, f. 4. ágúst 1918, d. 11. október 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.