„Kolbrún Stella Karlsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Kolbrún Stella Karlsdóttir''' frá Ingólfshvoli, húsfreyja fæddist 2. mars 1941 í Sætúni við Bakkastíg 10.<br> Foreldrar hennar voru Karl Kristmannsson kaupmaður, umboðsmaður, f. 21. nóvember 1911 í Steinholti, d. 19. janúar 1958, og kona hans Betsý Gíslína Ágústsdóttir frá Aðalbóli, húsfreyja, f. 28. nóvember 1919, d. 22. apríl 2016. Börn Betsýjar og Karls:<br> 1....) |
m (Verndaði „Kolbrún Stella Karlsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. janúar 2022 kl. 19:47
Kolbrún Stella Karlsdóttir frá Ingólfshvoli, húsfreyja fæddist 2. mars 1941 í Sætúni við Bakkastíg 10.
Foreldrar hennar voru Karl Kristmannsson kaupmaður, umboðsmaður, f. 21. nóvember 1911 í Steinholti, d. 19. janúar 1958, og kona hans Betsý Gíslína Ágústsdóttir frá Aðalbóli, húsfreyja, f. 28. nóvember 1919, d. 22. apríl 2016.
Börn Betsýjar og Karls:
1. Viktoría Karlsdóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1939, d. 31. október 2020. Maður hennar er Gísli Halldór Jónasson.
2. Kolbrún Stella Karlsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 2. mars 1941. Maður hennar er Birgir Jóhannsson.
3. Kristmann Karlsson kaupsýslumaður, f. 6. júní 1945. Kona hans er Kristín Bergsdóttir.
4. Ágúst Karlsson, f. 7. apríl 1949. Kona hans er Jensína María Guðjónsdóttir.
5. Friðrik Karlsson, f. 26. mars 1953, býr í Danmörku. Kona hans er Inga Dóra Sigurðardóttir.
Barn Karls og fósturbarn Betsýjar var
6. Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir, f. 7. nóvember 1934, d. 22. mars 2020. Maður Ingibjargar var Jón Kristjánsson.
Kolbrún Stella var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1957.
Kolbrún vann skrifstofustörf í Fiskiðjunni.
Þau Birgir giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu að Grænuhlíð 6 við Gosið 1973, búa nú á Orrahólum 7 í Reykjavík.
I. Maður Kolbrúnar Stellu, (24. október 1959), er Birgir Jóhannsson rafvirkjameistari, f. 5. desember 1938 í Nýhöfn við Skólaveg 23.
Börn þeirra:
1. Esther Birgisdóttir, f. 11. febrúar 1959. Maki hennar er Stefán Sigurþór Agnarsson, f. 1. maí 1955.
2. Karl Jóhann Birgisson, f. 29. september 1960, d. 26. september 1992. Maki hans Sigríður Bjarnadóttir, f. 22. nóvember 1963.
3. Ólafía Birgisdóttir, f. 26. janúar 1963. Maki hennar er Óskar Freyr Brynjarsson, f. 18. desember 1961.
4. Lilja Birgisdóttir, f. 12. maí 1966. Maki var Marinó Traustason, f. 10. maí 1963, d. 20. janúar 2008.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik.
- Íslendingabók.
- Kolbrún.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.