Kristmann Karlsson (Ingólfshvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristmann Karlsson kaupsýslumaður frá Ingólfshvoli við Landagötu 3a fæddist þar 6. júní 1945.
Foreldrar hans voru Karl Kristmannsson kaupmaður, umboðsmaður, f. 21. nóvember 1911 í Steinholti, d. 19. janúar 1958, og kona hans Betsý Gíslína Ágústsdóttir frá Aðalbóli, húsfreyja, f. 28. nóvember 1919, d. 22. apríl 2016.

Börn Betsýjar og Karls:
1. Viktoría Karlsdóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1939, d. 31. október 2020. Maður hennar er Gísli Halldór Jónasson.
2. Kolbrún Stella Karlsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 2. mars 1941. Maður hennar er Birgir Jóhannsson.
3. Kristmann Karlsson kaupsýslumaður, f. 6. júní 1945. Kona hans er Kristín Bergsdóttir.
4. Ágúst Karlsson, f. 7. apríl 1949. Kona hans er Jensína María Guðjónsdóttir.
5. Friðrik Karlsson, f. 26. mars 1953, býr í Danmörku. Kona hans er Inga Dóra Sigurðardóttir.
Barn Karls og fósturbarn Betsýjar var
6. Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir, f. 7. nóvember 1934, d. 22. mars 2020. Maður Ingibjargar var Jón Kristjánsson.

Kristmann var með foreldrum sínum, en faðir hans lést er Kristmann var 12 ára. Hann var með móður sinni.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1962.
Kristmann tók við rekstri fyrirtækis föður síns, er hann var 16 ára og hefur rekið það síðan undir heitinu Karl Kristmanns umboðs- og heildverslun.
Þau Kristín giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Ásavegi 5, Hólagötu 40, búa nú á Foldahrauni 4.

I. Kona Kristmanns, (30. janúar 1965), er Kristín Bergsdóttir frá Hörgsholti við Skólaveg 10, húsfreyja, f. 8. desember 1945.
Börn þeirra:
1. Guðrún Kristmannsdóttir sjúkranuddari, f. 22. ágúst 1964. Maður hennar Halldór Ingi Hallgrímsson.
2. Betsý Kristmannsdóttir ritari á Heilbrigðisstofnun Eyjanna, f. 22. apríl 1967. Maður hennar Ingólfur Arnarsson.
3. Elísa Kristmannsdóttir ritari, skjalavörður í Framhaldsskólanum, f. 2. apríl 1976. Maður hennar Sigurjón Eðvarðsson frá Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.