Ingibjörg Karlsdóttir (Ingólfshvoli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir.

Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir frá Ingólfshvoli, húsfreyja, kaupmaður fæddist 7. nóvember 1934 í Reykjavík og lést 22. mars 2020 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Karl Kristmanns kaupmaður, f. 21. nóvember 1911, d. 19. janúar 1958, og Fjóla Breiðfjörð Snæbjörnsdóttir Bjarnasonar byggingameistara í Hergilsey, síðast í Keflavík, f. 27. febrúar 1915, d. 10. desember 1981.
Fósturforeldrar til tíu ára aldurs voru Kristmann Þorkelsson og Jónína Jónsdóttir föðurforeldrar hennar.

Börn Karls og Betsýjar Ágústsdóttur:
1. Viktoría Karlsdóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1939. Maður hennar er Gísli Halldór Jónasson skipstjóri, f. 13. september 1933.
2. Kolbrún Stella Karlsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1941. Maður hennar er Birgir Jóhannsson, f. 5. desember 1938.
3. Kristmann Karlsson kaupsýslumaður, f. 1945. Kona hans er Kristín Bergsdóttir Guðjónssonar húsfreyja, f. 8. desember 1945.
4. Ágúst Karlsson, f. 7. apríl 1949. Kona hans er Jensína María Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 24. janúar 1949.
5. Friðrik Karlsson, f. 26. mars 1953, býr í Danmörku. Kona hans er Inga Dóra Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. október 1954..
Barn Karls og fósturbarn Betsýjar var
6. Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir, f. 7. nóvember 1934, d. 22. mars 2020. Móðir hennar var Fjóla Breiðfjörð Snæbjörnsdóttir Bjarnasonar byggingameistara í Hergilsey. Maður hennar var Jón Kristjánsson prentari, prentsmiðjustjóri, kaupmaður.

Ingibjörg (Inga) ólst upp hjá afa sínum og ömmu Kristmanni og Jónínu til tíu ára aldurs, en síðan hjá Karli föður sínum og Betsýju Gíslínu konu hans, f. 28. nóvember 1919, d. 22. apríl 2016.
Ingibjörg varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1951.
Þau Jón giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau buggu í fyrstu á Kirkjubóli, en fluttu til Reykjavíkur 1954 og bjuggu í fyrstu á Reykjavíkurvegi 25, en lengst á Rauðalæk 45.
Ingibjörg vann í Bóka- og ritfangaverslun Ísafoldar. Þau keyptu ritfangaverslun í Grímsbæ 1976, nefndu Emblu og ráku hana í Drafnarfelli 17 ár.
Ingibjörg var um skeið formaður Kvenfélagsins Heimaeyjar í Reykjavík.
Jón lést 1999 og Ingibjörg Sigrún 2020.

I. Maður Ingibjargar Sigrúnar, (4. júlí 1954), var Jón Kristjánsson frá Kirkjubóli, prentari, prentsmiðjustjóri, kaupmaður, f. 26. febrúar 1929, d. 18. júní 1999.
Börn þeirra:
1. Jón Ingi Jónsson, f. 10. janúar 1955, d. 17. janúar 1955.
2. Karl Jónsson framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, f. 29. febrúar 1956. Kona hans Guðrún H. Aðalsteinsdóttir.
3. Þóra Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1957. Fyrrum maður hennar Einar Guðmundsson. Maður hennar Grétar Viðar Grétarsson.
4. Kristján Jónsson myndlistarmaður, f. 21. júní 1960. Kona hans Diljá Þórhallsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.